Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, opnaði vefverslunina.
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, opnaði vefverslunina.
Mynd / HKr.
Fréttir 26. nóvember 2014

Friðheimar hafa opnað netverslun

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Garðyrkjustöðin Friðheimar í Reykholti bætti enn við þjónustu sína í gær með opnun vefverslunarinnar Matarbúrsins á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, opnaði vefverslunina formlega í hófi sem haldið var af þessu tilefni á Hótel Sögu.

„Nú geta viðskiptavinir okkar hvar sem er í heiminum farið inn á vefinn okkar, friðheimar.is og keypt grænmetisvörur Friðheima,“ sagði Knútur Rafn Ármann við opnun vefsins í gær.

„Við erum komin með alls tólf vörutegundir og flóran er alltaf að aukast. Það er komið eitt og hálft ár síðan við kölluðum saman góðan hóp þegar við vígðum matarminjagripina og verslunina í Friðheimum, ári eftir að við opnuðum gestastofuna árið 2012. Síðan höfum við sífellt verið að taka þetta skrefinu lengra.

Það er alveg rétt sem Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda skrifaði á vefsíðu samtakanna í fyrri viku að garðyrkja og ferðaþjónusta eru sönn ást. Matarupplifunarþátturinn í þessari ferðaþjónustuuppsetningu okkar er að virka ótrúlega vel. Ég held að það séu mörg tækifæri í landbúnaði að flétta meira saman ferðaþjónustu og landbúnað. Þessar greinar eru báðar svo ekta og styrkja vel hvorar aðra. Þetta eykur mjög upplifun þeirra gesta sem til okkar koma til að njóta og fræðast. Þetta er ógleymanleg upplifun fyrir þá sem hafa ekki komið áður inn í gróðurhús. Ég er alveg sannfærður um að þeir fara allt öðruvísi þenkjandi að versla í matinn á eftir.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...