Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Broadway setti á svið Gaukshreiðrið þann 12. nóvember 1963 og stóðu sýningar til 25. janúar árið eftir. Þarna eru þau Kirk Douglas og Joan Tetzel í hlutverkum sínum sem McMurphyog Ratchet yfirhjúkrunarkona. Kirk Douglas keypti svo réttinn að bíómyndinni og fór stórleikarinn Jack Nicholsson með hlutverk McMurphy í bíómyndinni sem kom út árið 1975.
Broadway setti á svið Gaukshreiðrið þann 12. nóvember 1963 og stóðu sýningar til 25. janúar árið eftir. Þarna eru þau Kirk Douglas og Joan Tetzel í hlutverkum sínum sem McMurphyog Ratchet yfirhjúkrunarkona. Kirk Douglas keypti svo réttinn að bíómyndinni og fór stórleikarinn Jack Nicholsson með hlutverk McMurphy í bíómyndinni sem kom út árið 1975.
Menning 7. febrúar 2024

Freyvangsleikhúsið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Freyvangsleikhúsið skellti sér í gerð meistaraverksins alkunna, Gaukshreiðrið, í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar og verður frumsýnt 8. febrúar.

Leikverkið segir sögu indíánahöfðingjans Bromden sem hefur verið lengi á geðsjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Bromden segir frá komu McMurphy nokkurs á deildina og hvaða áhrif hann hafði á sjúklinga og starfsfólk hælisins. McMurphy hafði séð sér leik á borði og leikið sig geðveikan til þess að losna við fangelsisvist. Hann lendir þar í útistöðum við frú Ratchet sem stjórnar þar öllu hælinu með harðri hendi.

Gaukshreiðrið er í raun hrollvekjandi ádeila á kerfið en lýsir á sama tíma einstöku sambandi sjúklinganna og hvernig þeir glíma við harðræði og niðurlægingu yfirvaldsins. Leikverkið inniheldur í senn sorg, gleði, hrylling og illsku svo áhorfendur ættu að búast við að upplifa allan tilfinningaskalann. Verkið lýsir á beinskeyttan hátt aðstæðum og þann uppreisnaranda sem ríkti á 7. áratug síðustu aldar sem og þeirri meðferð sem geðsjúkir bjuggu við og hvernig litið var á geðsjúkdóma á þessum tímum.

Óvanalega mikil aðsókn var í samlestur fyrstu helgina
í desember, en 40 fullorðnar manneskjur mættu á staðinn og ákvað leikstjórinn fyrir vikið að kasta í fleiri hlutverk en áætlað er samkvæmt handriti. (Enda áhugaleikhús fyrir alla.) Fullmannað var einnig í allar stöður listræns teymis og vel það, hvort sem átti við hljóð, sviðsmenn, leikmuni, smíðar o.þ.h. Kom á óvart að lítill áhugi var fyrir búningahönnun, sem endaði í höndum formannsins sjálfs, hennar Jóhönnu, en í samstarfi við sjúkrahúsið og elliheimilið í grenndinni var málunum bjargað.

Aðalhlutverk eru í höndum Freysteins Sverrissonar sem McMurphy og Aðalbjargar Þórólfsdóttur í hlutverki frú Ratchet. Indíánahöfðinginn er Ingólfur Þórsson og helsta grúppa geðsjúklinganna er leikin af því hressilega teymi Helga Þórssyni, Stefáni Guðlaugssyni, Halli Guðjónssyni, Hjálmari Arinbjarnarsyni, Sindri Swan og rúsínan í pylsuendanum er hinn átján ára gamli Svavar Máni Geislason, efnilegur ungur strákur, sem setur nýtt tvist í geðsjúklingahópinn enda langyngstur.

Ljósamaðurinn Eiríkur Frímann Arnarson kemur svo frá Hofsósi en hann hefur getið sér gott orð fyrir einstaka hæfileika á sínu sviði.

Eins og áður sagði verður frumsýning þann16. febrúar, nánar tiltekið klukkan átta, og svo sýnt næstu helgar í framhaldinu, föstudags- og laugardagskvöld klukkan átta.

Miðar fást á Tix.is og í síma 857-5598.

Skylt efni: freyvangsleikhús

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...