Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Samkeppniseftirlitið hafnar undanþágubeiðni Markaðsráðs kindakjöts
Mynd / TB
Fréttir 3. ágúst 2017

Samkeppniseftirlitið hafnar undanþágubeiðni Markaðsráðs kindakjöts

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Samkeppniseftirlitið telur að Markaðsráð kindakjöts hafi ekki sýnt fram á að lagaskilyrði fyrir tímabundinni undanþágu frá samkeppnislögum séu uppfyllt vegna umsóknar ráðsins um leyfi til aukinnar samvinnu sláturleyfishafa við útflutning á kindakjöti. Þetta kemur fram í bréfi sem Samkeppniseftirlitið sendi Markaðsráði kindakjöts síðla dags 1. júlí sl.
 
Í þrettán síðna bréfi Samkeppnis­eftirlitsins er gerð grein fyrir svokölluðu frummati á málinu. Erindi Markaðsráðs gekk út á að í stað þess að útflutningur væri á hendi hvers sláturleyfishafa fyrir sig tækju fyrirtækin sig saman undir merkjum Markaðsráðs og færu í útflutningsverkefni á grundvelli sérstakra samninga þar að lútandi. Forsendur samkomulagsins væru að sláturleyfishafar myndu skuldbinda sig til þess að flytja út tiltekinn hluta þess lambakjöts sem þeir framleiddu á gildistíma undanþágunnar. Markaðsráð hefur lagt til að útflutt magn í heild miði við 35% af framleiddu lambakjöti á þessu ári og að svipað hlutfall verði flutt út árið 2018. 
 
Þessu hafnar Samkeppniseftirlitið en engu að síður býður það Markaðsráði að leggja fyrir nánari gögn máli sínu til stuðnings. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Markaðsráðs kindakjöts og Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði í stuttu samtali við Bændablaðið að hún túlkaði svarbréf Samkeppniseftirlitsins sem svo að sú leið sem sláturleyfishafar og bændur hefðu viljað fara væri ófær.
 
„Það eru ekki frekari gögn fyrir hendi því við höfum ekki yfir þeim að ráða. Við búum ekki yfir þeim auknu upplýsingum sem eftirlitið biður um og á þeim forsendum virðist ljóst að þessi leið er ekki fær,“ segir Oddný Steina.
 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...