Fréttir / Fréttir

Algert metár í umferð um Hringveg

Algert metár var í umferð um Hringveg á nýliðnu ári, 2016, en umferðin jókst um ríflega 13% sem er mikil aukning á einu ári. Til viðmiðunar má nefna að á milli áranna 2006 og 2007 var aukning milli ára 6,8%. Þessi aukning nú er því tæplega tvöföldun á gamla metinu.

Samvinna um loftgæðamælingar

Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu skömmu fyrir jól samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.

Alvarleg tilfelli af fugla- flensu á Bretlandseyjum

Nokkur alvarleg tilfelli af fuglaflensum af völdum H5NB veirusýkingar hafa komið upp á Bretlandseyjum frá síðustu áramótum.

Laktósafríi ísinn fellur í kramið

„Við opnuðum 5. nóvember síðastliðinn og getum ekki sagt annað en að þetta byrji vel,“ segir Arna María Hálfdánardóttir, sem rekur Örnu ís- og kaffibar á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi.

Ráðherra rökstyður endurskoðun á samráðshópi um búvörusamninga

Bændasamtökin sendu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra bréf 1. febrúar síðast liðinn þar sem farið er fram á rökstuðning fyrir breyttri skipan í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga.

Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2018

Áskel Heiðar Ásgeirsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2018.

Bændaferð til Noregs: Heimavinnsla og ferðaþjónusta

Dagana 25.–30. apríl næstkomandi standa Hey Iceland í samvinnu við Beint frá býli og Opinn landbúnað fyrir fræðsluferð til Noregs þar sem m.a. félagar í Hanen-samtökunum verða sóttir heim.