Fréttir / Fréttir

Íslyft mun byggja útibú fyrir John Deere og Linde á Akureyri

Það hlýtur að teljast til stórtíðinda þegar jafn rótgróinn risa­framleiðandi á landbúnaðarvélum og John Deere velur sér nýjan umboðsaðila á Íslandi. Ekki síst þar sem John Deere, sem er eitt þekktasta dráttarvélarmerkið á heimsvísu, hefur verið umboðslaust hérlendis í fjölda ára.

Annríki í sauðburði á Heiðarbæ - MYNDBAND

Í nýjasta þætti "Spjallað við bændur" er farið í heimsókn á Heiðarbæ I í Þingvallasveit. Þar búa hjónin Ólöf Björg Einarsdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson með myndarlegt sauðfjárbú.

Landsvirkjun skilar 8 milljarða króna arði

Staða Landsvirkjunar er góð og í áhættumati vegna fjárfestinga er það í BBB flokki, eða í næsta flokki á eftir stórfyrirtækjum eins og Dong Energy, Vattenfall og Fortum. Er það nú metið þrem flokkum hærra en það var árið 2013.

Bayer kaupir tvö Liberty fyrirtæki vegna kaupa á Monsanto

Eigendur þýska stórfyrirtækisins Bayer hafa samþykkt að selja Liberty herbicide og LibertyLink sem starfar í markaðssetningu einkaleyfisvarinnar sáðvöru til að reyna að slá á andúð vegna fyrirhugaðra kaupa á bandaríska efnafyrirtækinu Monsanto.

Matvælastofnun svipti sauðfjárbónda öllum kindunum

Matvælastofnun tilkynnti um það nú fyrir hádegi að hún hefði í lok síðustu viku svipti umráðamanni sauðfjár á Suðurlandi öllum kindum sínum.

Hleðslustöðvar á sveitabæjum geta stóraukið notkunarmöguleika rafbíla

Óskar Gústavsson, sölustjóri hjá Johan Rönning í Klettagörðum í Reykjavík, segir að mörgu þurfi að huga að þegar rætt er um þéttingu á hleðsluneti fyrir rafbíla hringinn í kringum landið.

Dráttarvélarisinn John Deere útnefnir Íslyft sem umboðsaðila á Íslandi

Markaðsmiðstöð dráttarvéla­framleiðandans John Deere á svæði 2 í Mannheim í Þýskalandi sendi frá sér yfirlýsingu 30. mars. Þar var því lýst yfir að Íslyft ehf. sé frá og með þeim degi umboðsaðili fyrirtækisins á Íslandi.