Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ástand Amason skánar.
Ástand Amason skánar.
Mynd / P.M.
Utan úr heimi 19. janúar 2024

Fréttir um árangur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Margt gott og jákvætt gerðist í veröldinni á síðasta ári þrátt fyrir að fregnir af því sem miður fer séu jafnan mest áberandi í umræðunni.

Upplýsingaveitan FutureCrunch birti nýverið samantekt um jákvæðan árangur í heimi okkar á síðasta ári og er hér stiklað á fáeinum þeirra.

Samtökin The Ocean Cleanup fjarlægðu 8 milljónir kílóa af rusli úr höfunum. Þá hefur samfélagsverkefni Sungai Watch í Indónesíu hrundið af stað plasthreinsunarbylgju þar í landi og fjarlægðar voru um 1,6 milljónir kílóa plastúrgangs úr ám þar á árinu. Íbúar Ekvador ákváðu í kosningum að verja hinn dýrmæta Amason-skóg og stöðva olíuboranir í þágu náttúruverndar. Þá fagna Brasilíumenn 66% samdrætti í eyðingu Amason- svæðisins.

Miklar framfarir urðu í rannsóknum á sjúkdómum og meðferð og víða tókst að útrýma landlægum smitsjúkdómum. Áherslur Kínverja á endurnýjanlega orku hafa leitt til umtalsverðrar minnkunar þeirra í kolefnislosun. Hollenska sprotafyrirtækið Arctic Reflections hefur komið fram með mögulega aðferð til að þykkja heimskautaísinn og forða honum frá bráðnun.

Í fyrra voru um 3,8 milljarðar trjáa gróðursettir á heimsvísu, þar af 4,2 milljónir trjáa fyrir tilstuðlan Life Terra í Evrópu, með þátttöku 73.000 almennra borgara.

Sjá nánar á FutureCrunch.com

Skylt efni: amason

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...