Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Anne Reid, Timothy Spall og Éanna Hardwicke eiga stórleik í þáttaröðinni, Sjótta boðorðið.
Anne Reid, Timothy Spall og Éanna Hardwicke eiga stórleik í þáttaröðinni, Sjótta boðorðið.
Líf og starf 5. september 2025

Framúrskarandi sjónvarp

Höfundur: Þröstur Helgason

Glæpasögur sem byggja á raunverulegum atburðum (e. True Crime) er sú grein sjónvarpsþátta sem flestir framleiðendur virðast veðja á um þessar mundir. Netflix og aðrar streymisveitur bjóða upp á fjölda heimildaþátta af þessu tagi sem stundum eru ekki mikið annað en myndskreyttir hlaðvarpsþættir en margar leiknu þáttaraðirnar eru betra sjónvarp. Fáar þeirra ná þó öðrum eins hæðum og Sjötta boðorðið (The Sixth Commandment) frá BBC.

Þættirnir byggja á ítarlegum rannsóknum á málinu sem fjallað er um en handritshöfundurinn, Sarah Phelps, velur að beina sjónum alveg sérstaklega að fórnarlömbum siðblinds morðingjans. Þættirnir vekja óhug hjá áhorfendum, enda skynja þeir veilur í fari ódæðismannsins allt frá því hann birtist fyrst á skjánum. Fórnarlömbin virðast hins vegar láta blekkjast af mjúkmælgi hans og uppgerð. Blinda þeirra hefur sínar skýringar en verður á köflum nánast óbærileg. Þau eru algerlega varnarlaus eftir að þau lenda í klóm narssisista sem svífst einskis.

Þættirnir gerast í litlum bæ í Buckinghamskíri á Englandi. Peter Farquhar er einsetumaður og kennari sem hefur lokið störfum en sinnir enn stundakennslu og skrifar bækur. Einn af nemendum hans, Ben Field, dregur hann á tálar og verður fljótlega sá sem allt snýst um í lífi Farquhar. Eftir að Field hefur fengið ástmann sinn til þess að breyta erfðaskránni í sína þágu eitrar hann fyrir honum og drepur. Þegar nágrannakona Farquhar, Anne More-Martin, verður annað fórnarlamb Fields vakna grunsemdir um að ekki sé allt með felldu.

Bæði fórnarlömbin eru guðhræddar manneskjur og kirkjuræknar, fólk sem má ekki vamm sitt vita. Þau eru einstæðingar en í góðu sambandi við ættingja og vini. Field tekst að einangra þau bæði og gera þau háð sér. Smámsaman missa þau sambandið við veruleikann og leggja allt sitt traust á þennan unga mann sem sýnir þeim áhuga og ást. Þættirnir segja sögu um það þegar hið illa og siðlausa ryðst inn í líf hins saklausa og hreina. Afleiðingarnar eru skelfilegar og lengi vel er algerlega óljóst hvort samfélagið og réttarkerfið hafi tæki og tól til þess að bregðast við.

Það verður varla nógsamlega mælt með áhorfi. Leikurinn er framúrskarandi eins og handritið og leikstjórnin. Sjónvarp verður ekki mikið betra. Þættirnir eru aðgengilegir í spilara RÚV.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...