Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Framtíðarsundgarpar
Fréttir 9. júlí 2024

Framtíðarsundgarpar

Höfundur: Bryndís Sigurðardóttir

Á Húsavík hefur frá árinu 1992 verið haldið sundnámskeið fyrir fjögurra til sex ára gömul börn og þá er líf í tuskunum í sundlauginni.

Að sögn Árnýjar Björnsdóttur, íþróttakennara og stjórnanda Leikskólasundsins, er þetta árviss og vel metinn viðburður á Húsavík. „Það eru um 70 börn sem mæta þetta sumarið, sex hópar og hver er í 30 mínútur í einu,“ segir hún og bætir við að börnin séu af mörgum þjóðernum en öll öðlist þau meira sjálfstraust í vatninu og mjög tilbúin í alvörusund eftir námskeiðið.

„Foreldrarnir eru stundum í vandræðum með að koma kútum á þau eftir námskeiðið, þau eru orðin svo frökk og dugleg og vilja bara synda eins og hinir.“

Í námskeiðinu felst að kenna þeim að nota klefana, skápana og sturtuna og að leika sér í vatninu, reyna að losna við vatnshræðslu ef hún er til staðar og þá er kominn grundvöllur fyrir alvöru sundkennslu. „Við erum ekki bara að leika okkur, við kennum tæknina og undirstöðuna,“ segir Árný enn fremur.

Um er að ræða átta skipti og venjulega er byrjað á miðvikudegi og endað á föstudegi en vegna stórhríðar og norðanáhlaups þetta árið þurfti að fresta fyrsta tímanum, hefjast handa á fimmtudegi og nýta laugardaginn í staðinn.

„Við erum tvær sem sjáum um þetta, ég og Valdís Jósefsdóttir, en með okkur eru alltaf einn til þrír unglingar úr unglingavinnu Norðurþings, litlu skinnin ná ekki alltaf niður og það þarf að vera til taks fyrir þau.“

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f