Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna.
Mynd / HKr
Fréttir 24. mars 2022

Framtíðarstefnumörkun Bændasamtakanna mótuð í kjölfar samruna búgreinafélaganna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2022 verður haldið á Hótel Natura 31. mars og 1. apríl næstkomandi. Þingið er fyrsta Búnaðarþing eftir að búgreinafélögin runnu saman við Bændasamtök Íslands og urðu að búgreinadeildum innan samtakanna.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að fulltrúar á Búnaðarþingi að þessu sinni séu í fyrsta sinn kosnir á þingið á grundvelli búgreina, en til þessa hafa 50% fulltrúanna verið kosnir í gegnum búnaðarsambönd en aðrir fulltrúar kosnir af búgreinum.

Framtíðarstefna BÍ

„Búgreinarnar hafa þegar fundað á sínum Búgreinaþingum og tillögufrestur frá hinum almenna bónda er liðinn umfram það sem verður lagt fram af deildum búgreinanna.

Að mínu mati tel ég að það sem verði veigamest á þinginu fyrir stjórn samtakanna sé stefnumörkun fyrir Bændasamtök Íslands til framtíðar. Stefnumörkunin er meðal þess sem búgreinafélögin ræddu á sínum þingum og þau eru búin að senda inn athugasemdir sem verða teknar fyrir á Búnaðarþingi.

Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt fyrir stjórn og starfsmenn BÍ að hafa stefnumörkunina á hreinu þannig að við vitum hvert við erum að fara og séum samstíga. Enda mun stefnumörkunin vera ramminn utan um starfið til framtíðar.“

Stjórnarmönnum fjölgar um tvo

Gunnar segir að þingfulltrúum hafi verið fjölgað úr 53 í 63 og að á þinginu verði fjölgað í stjórn Bændasamtakanna úr fimm í sjö. „Eina breytingin sem ég veit um að verður á stjórninni, án nýju stjórnarmannanna, er að varaformaður BÍ, Oddný Steina Valsdóttir, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur, því miður. Það verður mikil eftirsjá að henni.“

Enginn átakamál að þessu sinni

„Persónulega var ég gríðarlega ánægð­ur með Búgreina­þingin og fann á þingfulltrúum og bændum sem þau sóttu hvað þeim þótti fyrir­komu­lagið skemmtilegt að hitta full­trúa annarra búgreina og geta rætt saman og sameiginleg málefni bænda en ekki bara sérmálefni sinnar búgreinar.

Mér sýnist því að bændur hafi rætt saman og ég geri ráð fyrir að þeir muni sýna samstöðu og styrk sinn á Búnaðarþingi sem ein heild og geti á þeim forsendum staðið saman í þeim málum sem mest ríður íslenskum landbúnaði til hagsbóta,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. 


- Sjá viðtöl við fulltrúa búgreina­deilda BÍ á bls. 2, 4 og 10 í Bændablaðinu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...