Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Á dögunum var haldin ráðstefna á Egilsstöðum í tengslum við lokaniðurstöður á þriggja ára verkefni Nordic Food in Tourism sem Bændasamtökin voru hluti af. Hér má sjá Ástu Kristínu Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Ferðaklasans og Brynju Laxdal, verkefnisstjóra í verkefninu.
Á dögunum var haldin ráðstefna á Egilsstöðum í tengslum við lokaniðurstöður á þriggja ára verkefni Nordic Food in Tourism sem Bændasamtökin voru hluti af. Hér má sjá Ástu Kristínu Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Ferðaklasans og Brynju Laxdal, verkefnisstjóra í verkefninu.
Mynd / ehg og Sara Tjörvadóttir.
Líf og starf 20. október 2021

Framtíðargreining matvæla í ferðaþjónustu

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Ráðstefna á vegum Nordic Food in Tourism var haldið á Egilsstöðum 30. september síðastliðinn en að verkefninu stóðu átta Norðurlandaþjóðir til þriggja ára en Bændasamtökin höfðu fulltrúa í sérfræðihópnum.

Verkefnið var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni en markmið verkefnisins var að skoða hvernig útlendingar tala um eða skynja norrænan mat og meta áhrif loftslags- og neyslubreytinga á mat í ferðaþjónustu framtíðarinnar til að greina áskoranir og tækifæri sem Norðurlandaþjóðir standa frammi fyrir nú og til framtíðar.

Á ráðstefnunni voru fjölmörg áhugaverð erindi sem tengdust matvælum og ferðaþjónustu. Þar að auki var samtímis haldið Matarmót Matarauðs Austurlands ásamt Hacking Austurland. Á Matarmótinu gátu matvælaframleiðendur á Austurlandi kynnt sínar vörur fyrir væntanlegum kaupendum, söluaðilum og samstarfsaðilum í greininni. Einnig voru haldnir örfyrirlestrar um matvælaframleiðslu, vörur úr heimahéraði, mikilvægi afurðastöðva og tveir Danir kynntu landslagið í þessum efnum í Bornholm í Danmörku.

Hópurinn, sem samanstóð af fulltrúum frá öllum Norðurlöndunum, fengu góða kynningu hjá Eymundi Magnússyni, bónda í Vallanesi, á búskapnum á bænum og fengu að smakka framleiðsluna.

Tækifæri tengd matvælum

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, sem sat í sérfræðihóp Nordic Food in Tourism, segir verk­efnið hafa verið mjög gagnlegt til að máta ýmsa fleti inn í íslenskan veruleika og sjá hvernig þjóðirnar geti nýtt sér niðurstöður verkefnisins en heildarskýrsla verður gefin út í febrúar á næsta ári.

„Ísland var með formennsku árin 2019–2021 í Norrænu ráðherranefndinni og voru nokkur aðalverk­efni sett á oddinn sem tengdust ferðaþjónustu eins og sjálfbær ferðaþjónusta, áhersla á mat í ferðaþjónustu, þjóðgarða og hvernig við meðhöndlum staði í eigu hins opinbera ásamt stafrænni ferðaþjónustu. Þar kemur þetta verkefni inn í Nordic Food in Tourism. Niðurstöður þess verkefnis byggir á greiningum gagna, aðferðum framtíðarfræða og viðtölum við sérfræðinga í samvinnu við fyrirtækið Kairos Future,“ segir Ásta og bætir við:

„Til að kanna hvaða áskoranir og tækifæri við stöndum frammi fyrir hérlendis varðandi mat í ferðaþjónustu voru haldnar tvær vinnustofur í febrúar og mars 2021, annars vegar með völdum sérfræðingum og fulltrúum hagaðila og hins vegar vinnustofa fyrir alla áhugasama. Þátttakendur tengdust matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Nordic Food in Tourism kom enn fremur að tveimur lausnamótum, Hacking Hekla á Suðurlandi og Hacking Norðurland, þar sem unnið var að lausnum sem stuðla að aukinni sjálfbærni og reyndist mikil áhersla lögð á tækifæri tengd matvælum.

Áherslur umræðna á vinnu­stof­unum voru dregnar saman í sex flokka þar sem farið var ítarlega inn í hvern flokk og útbúnar greiningar úr hverjum og einum. Þeir voru ímynd og markaðssetning, matur í ferðaþjónustu, matarmenning og nærsamfélagsneysla, samstarfsvettvangur, menntun og þjálfun, matvælaframleiðsla, nýsköpun og vöruþróun og kerfislægur stuðningur.“ 

Matarmót Matarauðs Austurlands var haldið í framhaldinu af ráðstefnu Nordic Food
in Tourism þar sem matvælaframleiðendur á Austurlandi kynntu sínar vörur fyrir
væntanlegum kaupendum, söluaðilum og samstarfsaðilum í greininni.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f