Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, við setningu Búnaðarþings 2022.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, við setningu Búnaðarþings 2022.
Mynd / HKr
Fréttir 31. mars 2022

Framsýnn landbúnaður – Búnaðarþing 2022

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirskrift Búnaðarþings 2022, sem sett var í dag, er Framsýnn landbúnaður. Þingið var sett á Hótel Natura, klukkan 11:00, í dag með setningaræður Gunnars Þorgeirssonar formanns samtakanna.

Auk Gunnars ávörpuðu Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Eivind Haalien frá Nyt Norge þingið við setninguna.

Yfirskrift Búnaðarþingsins Framsýnn landbúnaður er ætlað að endurspeglar þá vegferð Bændasamtakanna með sameinuðum samtökum allra búgreina í landbúnaði.

Að lokinni setningu hófust nefndarstörf, hjá 63 kjörnum fulltrúum bænda inn á þingið, sem halda áfram föstudaginn 1. apríl.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að efst á baugi á þinginu að þessu sinni verði stefnumörkun Bændasamtakanna og fjármögnun samtakanna til frambúðar. „Við vonumst hins vegar einnig eftir alvöru umræðum um fæðuöryggi í kjölfar erinda frá ráðamönnum þjóðarinnar. Aðgerðir til skamms og lengri tíma fyrir landbúnað sem undirstöðuatvinnugrein íslenskrar þjóðar eru nauðsynlegar.“

Skylt efni: Búnaðarþing 2022

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...