Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Fréttir 15. desember 2017

Framlög til landbúnaðar eins og gert er ráð fyrir í búvörusamningunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að framlög til landbúnaðarins í fjárlögum byggist að uppistöðunni til á búvörusamningum. Framlag úr ríkissjóði til landbúnaðarins er rúmir 16 milljarðar, eða 1,9% af heildarútgjöldum.

„Það er því ekkert sem kemur á óvart hvað viðkemur landbúnaðinum í fjárlagafrumvarpinu. Í búvörusamningnum eru ákvæði um að framlög til landbúnaðarins fylgi almennu verðagi og skýrt hvernig slíkt er framkvæmt.

Að öðru leyti er bætt aðeins við framlög til landbúnaðarháskólanna á Hvanneyri og Hólum sem er jákvætt.

Eitt sem er gagnrýnivert er að í fjárlögunum eru skorin niður framlög til til matvælarannsókna hjá Matís. Slíkt getur bitnað á rannsóknum Matís og þar með matvælaöryggi í landinu, hvort sem um er að ræða innlend eða innflutt matvæli.

Að mínu viti er slíkt ekki skynsamlegt, ekki síst ef við erum að fá yfir okkur mikið magn af ófrosnu innfluttu kjöti.“

Í stjórnarsáttmálanum er talað um aðgerðir til að koma á móts við vanda sauðfjárbænda.

Sigurður segir rétt að í stjórnarsáttmálanum sé talað um slíkt en ekkert minnst á slíkt í fjárlagafrumvarpinu. „Ég geri því ráð fyrir að það muni verða í fjáraukalögum fyrir 2017 sem ekki er enn búið að birta.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...