Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni sláturtíð komu rúmlega 13 þúsund færri lömb til slátrunar miðað við árið á undan. Það leiðir til samdráttar í lambakjötsframleiðslu sem nemur 340 tonnum.

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun var alls 404.672 lömbum slátrað nú í haust, en 418.202 haustið 2023. Þegar litið er aftur til ársins 2021 hefur fjölda þeirra lamba sem farið hefur til slátrunar fækkað um 60 þúsund.

Á síðasta ári fækkaði sláturlömbum um tæplega 28 þúsund miðað við 2022 en þá minnkaði kjötframleiðslan um 200 tonn. Ástæðan fyrir því að kjötframleiðslan varð ekki minni skýrist af því að meðalfallþunginn á landinu var þá 17,22 kíló, sem reyndist sá annar mesti í sögunni.

Um 1.300 færra af fullorðnu fé

Um 1.300 færra fullorðið fé kom til slátrunar í haust miðað við 2023, en á milli áranna 2022 og 2023 varð fækkunin um 3.600 gripir. Meðalfallþungi á landinu var 16,94 kg nú í haust, sem er sá þriðji mesti í sögunni. Mestur var fallþunginn á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi vestra – alls staðar vel yfir 17 kg
– en minni á Norðurlandi. Meðaleinkunn fyrir gerð var 9,45 og 6,39 fyrir fitu.

Meðalvigt aukist

Meðalvigt hefur aukist nokkuð á síðustu árum sem vegur að einhverju leyti upp á móti fækkun sláturgripa. Sem dæmi má nefna að á árunum 2010 til 2017 nær meðalvigt aldrei 16,5 kílóum, en hefur öll árin síðan verið yfir 16,5 kílóum.

Á árinu 2017 komu 560.465 lömb til slátrunar, rúmlega 543 þúsund árið 2018 og tæplega 507 þúsund árið 2019.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f