Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Framleiðir ís fyrir smábátasjómenn
Líf og starf 4. júlí 2016

Framleiðir ís fyrir smábátasjómenn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnsteinn Gíslason, fyrrverandi oddviti í Árneshreppi, lætur ekki deigan síga þrátt fyrir að vera 84 ára gamall.

Eftir að hann lét af störfum sem oddviti Árneshrepps og kaupfélagsstjóri í Norðurfirði keypti hann ísvél og selur smábátasjómönnum ís til að kæla aflann.

Verið að lengja hafnargarðinn

„Hér eru rúmlega tuttugu bátar sem gera út á strandveiðar og veiðarnar ganga ágætlega en þetta eru ekki menn með fasta búsetu hér. Það er verið að stórbæta aðstöðuna í höfninni með því að lengja hafnargarðinn og hugsanlega koma fleiri bátar á næsta ári í kjölfar þess.“

Síðasta húsið byggt fyrir 23 árum

Gunnsteinn, sem man tímana tvenna í Árneshreppi, segir leiðinlegt að horfa upp á hversu fátt fólk býr í hreppnum. „Mér skilst að það séu rétt 50 manns á íbúaskrá núna en í mesta lagi 35 sem búa hér allt árið. Líklega er kjörskráin besti mælikvarðinn á íbúaþróun hér og samkvæmt henni fækkar ungu fólki hér í hvert sinn sem er kosið.

Samkvæmt lögum  þarf 50 manns til að hér geti verið sjálfstætt sveitarfélag og lögin kveða á um að ef íbúatala sveitarfélags er undir 50 tvö ár í röð beri félagsmálaráðuneytinu að sameina það örðu sveitarfélagi.

Ég og eiginkonan ­byggðum síðasta íbúðarhúsið í hreppnum, Bergistanga, fyrir 23 árum og þar sem enginn byggir hús getur enginn búið. Við sem eftir erum hér enn erum öll komin á aldur og hætt að búa til börn þannig að ég er hræddur um að heilsársbyggð hér eigi eftir að leggjast af eftir að við sérvitringarnir yfirgefum þennan heim.“

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...