Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Framkvæmdir í Flóahreppi
Fréttir 6. ágúst 2014

Framkvæmdir í Flóahreppi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Við leikskólann í Þingborg er búið að steypa sökkla fyrir nýbyggingu og fylla í hann. Verið er að undirbúa plötu fyrir steypu og verður hún steypt á næstu dögum. Verktaki reiknar  með að uppsetning móta ofan plötu verði um
miðjan ágúst. Greint er frá þessu á heimasíðu Flóahrepps.

Frárennsli er nánast tilbúið en skipta þurfti um rotþró. Í eldra húsnæði er búið að leggja fyrir gólfhita og lögnum og verið er að rífa klæðningu utan af húsinu.

Í Flóaskóla er verið að setja upp loftræstikerfi í nýjustu viðbyggingu. Búið er að bora öll göt á milli hæða fyrir lagnastokka vegna loftræstikerfis sem og veggja.  Lagning stokka í stofur og ganga  er lokið.  Einnig eru allar rafmagnstengingar tilbúnar fyrir utan tengingar uppi á loftinu þar sem lofræstisamstæðurnar munu koma.  Rjúfa þurfti einn vegg á milli tveggja stofa á efri hæð hússins til að koma rörum á milli hæða og er nú búið að klæða vegginn.  Allar stofur eru tilbúnar til ræstingar. Reiknað er með að loftræstisamstæðurnar fari upp um miðjan ágúst.  Rjúfa þarf þakið til að geta komið þeim ofan frá inn á loftið.

Hvað varðar aðrar framkvæmdir við Flóaskóla að þá var mokað frá gafli elsta hluta Flóaskóla vegna lekavandamála í kjallara hússins. Skipt var um jarðveg við gaflinn og settur dúkur á vegginn sem jarðvegurinn liggur að.

Við Urriðafoss er göngustígagerð nánast lokið og verið er að undirbúa stækkun bílaplans. Stefnt er að því að girða svæðið af og setja upp upplýsingaskilti.
 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...