Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Framkvæmdir í Flóahreppi
Fréttir 6. ágúst 2014

Framkvæmdir í Flóahreppi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Við leikskólann í Þingborg er búið að steypa sökkla fyrir nýbyggingu og fylla í hann. Verið er að undirbúa plötu fyrir steypu og verður hún steypt á næstu dögum. Verktaki reiknar  með að uppsetning móta ofan plötu verði um
miðjan ágúst. Greint er frá þessu á heimasíðu Flóahrepps.

Frárennsli er nánast tilbúið en skipta þurfti um rotþró. Í eldra húsnæði er búið að leggja fyrir gólfhita og lögnum og verið er að rífa klæðningu utan af húsinu.

Í Flóaskóla er verið að setja upp loftræstikerfi í nýjustu viðbyggingu. Búið er að bora öll göt á milli hæða fyrir lagnastokka vegna loftræstikerfis sem og veggja.  Lagning stokka í stofur og ganga  er lokið.  Einnig eru allar rafmagnstengingar tilbúnar fyrir utan tengingar uppi á loftinu þar sem lofræstisamstæðurnar munu koma.  Rjúfa þurfti einn vegg á milli tveggja stofa á efri hæð hússins til að koma rörum á milli hæða og er nú búið að klæða vegginn.  Allar stofur eru tilbúnar til ræstingar. Reiknað er með að loftræstisamstæðurnar fari upp um miðjan ágúst.  Rjúfa þarf þakið til að geta komið þeim ofan frá inn á loftið.

Hvað varðar aðrar framkvæmdir við Flóaskóla að þá var mokað frá gafli elsta hluta Flóaskóla vegna lekavandamála í kjallara hússins. Skipt var um jarðveg við gaflinn og settur dúkur á vegginn sem jarðvegurinn liggur að.

Við Urriðafoss er göngustígagerð nánast lokið og verið er að undirbúa stækkun bílaplans. Stefnt er að því að girða svæðið af og setja upp upplýsingaskilti.
 

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f