Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Johan tekst á við hampplönturnar, sem nú er verið að þurrka í kjallara skólans.
Johan tekst á við hampplönturnar, sem nú er verið að þurrka í kjallara skólans.
Líf og starf 6. október 2021

Framhald sjálfbærnilotu Sólstafa

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú fyrr í sumar vöktum við hér hjá Bændablaðinu athygli á sjálfbærnilotu 6.–7. bekkjar Waldorfskólans Sólstafa – en þá gróðursettu nemendur og kennarar um 2.500 plöntur af iðnaðarhampi.

Ætlunin var, og er enn, að gera hampsteypu úr uppskerunni og steypa pítsuofn svo hægt væri að baka föstudagspítsuna úti á skólalóðinni.
(www.bbl.is/folk/lif-og-starf/med-fostudagspitsuna-i-bigerd)

Vonast var til að plönturnar sem forræktaðar voru í skólanum og gróðursettar í Skammadal héldu velli og myndu ná að minnsta kosti 1–2 m að hæð. Allt kom þó fyrir ekki vegna úrhellisrigningar, roks og kulda sem dundi á þeim fyrstu vikurnar og því varð allhressilegur uppskerubrestur snemma sumars.

Hampfélagið kemur til aðstoðar

Þeir félagar Johan Andersson og Gunnar Dan Wiium, sem standa fyrir sjálfbærnilotunni, höfðu þó áttað sig á að slíkt gæti gerst, og í samvinnu við Hampfélagið var farið ásamt kvikmyndatökuliði í Garðyrkjuskólann í Hveragerði þar sem þeir, fyrir hönd Sólstafa, fengu gefna um 20 m² af 3–4 metra háum iðnaðarhamp.

Hampfélagið stendur að gerð heimildarmyndar um ræktun iðnaðarhamps á Íslandi og hefur kvikmyndatökuliðið verið á ferð víða um landið þar sem slík framleiðsla á sér stað. Óx þessi gróskulegi hampur, sem Sólstafir fengu, upp af yrki sem er sérstaklega hannað með nýtingu stilka/trefja í huga – en það hentar verkefni sjálfbærnilotunnar einmitt einstaklega vel.

Trénið aðskilið trefjunum

Aðspurður sagði Gunnar: „Nú stendur yfir þurrkun á hampinum í kjallara skólans, því næst fer vinna af stað, til að aðskilja trefjarnar og trénið. Trefjarnar eru ysta lag stilksins sem við munum nota í textíllotur með Brynhildi Þórðardóttur handverkskennara á meðan trénið, sem er stökkara og kurlast í minni einingar, verður notað í gerð trefjaplata fyrir smáföndur, útskurð, skartgripi, pappír og síðast en ekki síst, pítsuofn.“

Gaman er að fylgjast með ferlinu hjá krökkunum sem nú eru í 7 og 8 bekk, og eru margir hverjir mjög spenntir fyrir næsta skrefi, sem er að steypa pítsuofninn ...og baka pítsur.

Við hlökkum til að koma aftur í heimsókn og smakka!

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...