Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Johan tekst á við hampplönturnar, sem nú er verið að þurrka í kjallara skólans.
Johan tekst á við hampplönturnar, sem nú er verið að þurrka í kjallara skólans.
Líf og starf 6. október 2021

Framhald sjálfbærnilotu Sólstafa

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú fyrr í sumar vöktum við hér hjá Bændablaðinu athygli á sjálfbærnilotu 6.–7. bekkjar Waldorfskólans Sólstafa – en þá gróðursettu nemendur og kennarar um 2.500 plöntur af iðnaðarhampi.

Ætlunin var, og er enn, að gera hampsteypu úr uppskerunni og steypa pítsuofn svo hægt væri að baka föstudagspítsuna úti á skólalóðinni.
(www.bbl.is/folk/lif-og-starf/med-fostudagspitsuna-i-bigerd)

Vonast var til að plönturnar sem forræktaðar voru í skólanum og gróðursettar í Skammadal héldu velli og myndu ná að minnsta kosti 1–2 m að hæð. Allt kom þó fyrir ekki vegna úrhellisrigningar, roks og kulda sem dundi á þeim fyrstu vikurnar og því varð allhressilegur uppskerubrestur snemma sumars.

Hampfélagið kemur til aðstoðar

Þeir félagar Johan Andersson og Gunnar Dan Wiium, sem standa fyrir sjálfbærnilotunni, höfðu þó áttað sig á að slíkt gæti gerst, og í samvinnu við Hampfélagið var farið ásamt kvikmyndatökuliði í Garðyrkjuskólann í Hveragerði þar sem þeir, fyrir hönd Sólstafa, fengu gefna um 20 m² af 3–4 metra háum iðnaðarhamp.

Hampfélagið stendur að gerð heimildarmyndar um ræktun iðnaðarhamps á Íslandi og hefur kvikmyndatökuliðið verið á ferð víða um landið þar sem slík framleiðsla á sér stað. Óx þessi gróskulegi hampur, sem Sólstafir fengu, upp af yrki sem er sérstaklega hannað með nýtingu stilka/trefja í huga – en það hentar verkefni sjálfbærnilotunnar einmitt einstaklega vel.

Trénið aðskilið trefjunum

Aðspurður sagði Gunnar: „Nú stendur yfir þurrkun á hampinum í kjallara skólans, því næst fer vinna af stað, til að aðskilja trefjarnar og trénið. Trefjarnar eru ysta lag stilksins sem við munum nota í textíllotur með Brynhildi Þórðardóttur handverkskennara á meðan trénið, sem er stökkara og kurlast í minni einingar, verður notað í gerð trefjaplata fyrir smáföndur, útskurð, skartgripi, pappír og síðast en ekki síst, pítsuofn.“

Gaman er að fylgjast með ferlinu hjá krökkunum sem nú eru í 7 og 8 bekk, og eru margir hverjir mjög spenntir fyrir næsta skrefi, sem er að steypa pítsuofninn ...og baka pítsur.

Við hlökkum til að koma aftur í heimsókn og smakka!

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...