Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hofin tvö séð ofan frá.
Hofin tvö séð ofan frá.
Á faglegum nótum 6. janúar 2022

Frá nútíð til framtíðar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í jarðumbrotum fyrir hundrað milljónum ára reis fjallið Fanjin frá hafsbotninum. Nú stendur það í öllu sínu veldi í Wuling-fjallgarðinum í suðvesturhluta Kína, en hæð þess er rúmir 2,5 km yfir sjávarmáli.

Áhugasamir göngugarpar geta þar trítlað upp 8.000 þrep, ef rétt er talið, og notið þess að upplifa sérkennilega klettamyndun í bland við útsýni skýjum ofar, en m.a. vegna þeirra var Fanjing-fjallið skráð á heimsnáttúru- og menningarminjaskrá UNESCO árið 2018.

Á toppi þess, sem ber nafnið Red Clouds Golden Summit, má finna hof sem kallað er Fanjingshan-hofið þó það sé í raun tvö musteri, Temple of the Buddha og Maitreya-hofið. Annað þeirra er ætlað til tilbeiðslu guðsins Sakiymuni, sem táknar nútíðina, og og hitt fyrir guðinn Maitreya, sem táknar framtíðina.

Hofin tvö voru upphaflega byggð á Yongle-tímabili Ming-ættarinnar, fyrir um það bil 500 árum, og hafa núverandi musteri verið endurbyggð í samræmi við upprunalegt útlit þeirra og styrkt með járnabindingum til að verjast sem best sterkum fjallavindum. Musterin eru sjálf um fimm og hálfur metri bæði á breidd og dýpt en þau tengjast hvort öðru með brú – enda toppur fjallsins klofinn í tvennt. Fólk getur því gengið frá nútíð til framtíðar búddískrar kenningar sér til skemmtunar eftir að upp er komið.

Þar sem fjalltindurinn er oft umkringdur þoku og skýjahafi, er mikil upplifun að standa á pallinum fyrir utan Fanjingshan-hofin og dást að ótrúlegu útsýninu. Þessi heilagi staður búddisma er ekki síður fagur á að líta ofan frá, og mætti telja hann einn af undrum jarðar.

Skylt efni: Kína UNESCO

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...