Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.
Mynd / Bbl
Gamalt og gott 4. mars 2025

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984. Hér hanga skyrpokar „til þerris“ eins og sagt var, en þá lekur mysan úr þeim. Kom fram í frétt Dagblaðsins Vísi sama ár að skyrvinnsla hafi aukist um 20% eftir að farið var að pakka „gamla“ skyrinu í sérstaka poka fyrir neytendamarkað. Einnig kemur fram í fréttinni að töluverð aukning sé á mjólkurmagni, eða um 7% á landinu. Orsökin var að margir bændur höfðu þá bætt við sig búpeningi og jafnvel aukið kjarnfóðurgjöf þrátt fyrir ítrekanir yfirvalda um að draga skyldi úr mjólkurframleiðslunni. Þó var niðurstaðan sú að mikil uppbygging væri í mjólkuriðnaði og framleiðslu. Mætti áætla að innan fimm ára yrði jöfnuður kominn á og þá hæfa vel neyslu landsmanna. Forveri Mjólkurbús Borgfirðinga var mjólkursuðufyrirtæki nokkurt sem var starfrækt á Beigalda í Borgarfirði. Þar brunnu húsin árið 1925 en úr rústum þeirra varð til Mjólkurfélagið Mjöll sem hóf starfsemi sína ári síðar. Árið 1931 var starfsemin komin undir hatt Kaupfélags Borgfirðinga sem nefndu mjólkurfélagið Mjólkursamlag Borgfirðinga, sem svo hætti starfsemi um áramótin 1994–1995.

Skylt efni: gamla myndin

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...