Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna
Mynd / Wikimedia
Lesendarýni 9. desember 2025

Frá 75 ára afmæli norsku búvörusamninganna

Höfundur: Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar.

Þann 17. nóvember var 75 ára afmæli Hovedavtalen for jordbruket haldið hátíðlega á Grand Hotel í Osló. Þar komu saman ráðherrar, leiðtogar norskra bænda, fulltrúar vinnumarkaðarins og gestir frá nágrannalöndum. Nokkrir Íslendingar voru þar á meðal og einn þeirra, Baldur Helgi Benjamínsson, ávarpaði fundinn og sagði stuttlega frá stuðningskerfi landbúnaðarins hér á landi.

Forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, setti fundinn og í máli sínu lagði hann áherslu á að samningurinn hefur í 75 ár verið bakhjarl norsku landbúnaðarstefnunnar. Hann sagði einnig að samstarf ríkis og bænda væri hluti af samfélagssátt sem hefði styrkt bæði framleiðslu matvæla og byggðastöðugleika.

Einnig ávörpuðu meðal annars samkomuna Nils Kristen Sandtrøen landbúnaðarráðherra, forsvarsmenn samtaka launþega og atvinnurekenda ásamt formönnum Norges Bondelag og Norsk Bonde- og Småbrukarlag, sem allir voru sammála um gildi þessa fyrirkomulags.

Þessi samkoma og hverjir töluðu þar sýndi glöggt að norsku búvörusamningarnir eru ekki formsatriði heldur raunverulegt samstarf sem stjórnvöld leggja mikla áherslu á að viðhalda.

Forsagan svipuð og hér á landi

Norsk stjórnvöld og bændur leituðu snemma á 20. öld leiða til að samræma verðlag og stuðning í landbúnaði. Árið 1950 var fyrst samþykktur formlegur og bindandi rammi þegar fyrsti samningurinn var undirritaður af stjórnvöldum annars vegar og bændasamtökunum Norges Bondelag og Norsk Bondeog Småbrukarlag hins vegar.

Með þessu var vörðuð skýr leið þar sem síðan hafa árlega farið fram viðræður um nýjan samning – sem gengur undir heitinu jordbruksoppgjøret – þar sem ríki og bændur semja árlega um stuðning til bænda, skipulag framleiðslunnar, markaðsfyrirkomulag og önnur skilyrði sem leggja grunn að afkomu greinarinnar.

Síðustu áratugi hefur kerfið þróast í takt við breyttar aðstæður: nýjar kröfur hafa komið fram á sviði sjálfbærni, breytingar á markaði og aukin áhersla á matvælaöryggi hafa haft áhrif. Þó hefur grunnstefið haldist óbreytt: árlegt samráð ríkis og bænda þar sem báðir aðilar hafa áhrif og bera sameiginlega ábyrgð á þróun greinarinnar.

Meðal þeirra sem fluttu erindi var Per Harald Grue, sem gegndi í áratugi lykilhlutverki í mótun norsku landbúnaðarstefnunnar sem ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Hann er talinn einn áhrifamesti embættismaður í sögu norsks landbúnaðar og hefur átt stóran þátt í því hvernig landbúnaðarsamningurinn þróaðist frá níunda áratugnum og fram á 21. öld.

Fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Jon Georg Dale, deildi einnig reynslu sinni og minnti á að norska landbúnaðarráðuneytið gegndi sérstöku hlutverki: að þurfa bæði að móta stefnu og semja um framkvæmd hennar við bændur. Það væri vandasamt hlutverk sem fá önnur ráðuneyti þyrftu að takast á við.

Styrkur kerfisins liggur í stöðugri þróun

Ræðumenn voru almennt á einu máli um að norska fyrirkomulagið hefði haldið gildi sínu vegna þess að það hefur þróast í takt við samfélagið og staðið af sér pólitískar og efnahagslegar sveiflur.

Samningarnir, sem eiga rætur sínar í lausn sem kom fram árið 1950, eru enn burðarás í þeirri stefnu að tryggja stöðuga matvælaframleiðslu og gegna skýru hlutverki í mótun landbúnaðar og byggðar.

Það var mjög ánægjulegt að vera boðið að sækja þennan fund; sjá og upplifa hvaða stöðu þetta fyrirkomulag hefur og að fá tækifæri til að hitta forsvarsmenn í norskum landbúnaði og þjóðlífi.

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

Hugmyndir um hringlaga fjárhús
Fréttir 8. desember 2025

Hugmyndir um hringlaga fjárhús

Gunnar Gunnlaugsson, húsasmíðameistari frá Höfn í Hornafirði, hefur undanfarið u...

Verndar landbúnaðararfleifð heimsins
Fréttir 8. desember 2025

Verndar landbúnaðararfleifð heimsins

FAO hefur um árabil unnið að verkefninu Globally Important Agricultural Heritage...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f