Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Förum finnsku leiðina
Lesendarýni 1. nóvember 2023

Förum finnsku leiðina

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

Um nokkurra ára skeið hafa bændur bent á að heimildir þeirra til samstarfs og samvinnu séu lakari en í nágrannalöndum. Ekki hafi verið formfestar skýrar undanþágur fyrir félög framleiðenda á sambærilegan hátt og í nágrannalöndum.

Þar með geti bændur ekki nýtt samstöðu til þess að sækja sér betri stöðu í virðiskeðju matvæla og séu valdlausir þegar kemur að afurðasölumálum. Umhverfi landbúnaðar hefur tekið miklum breytingum á síðustu áratugum en ekki er langt síðan að ríkið í gegnum ýmiss konar nefndir ákvað framleiðslumagn og verð á vörum bænda. Það kerfi varð með öllu ósjálfbært og við tók tímabil kvótakerfa og samdráttar í framleiðslu. Afurðafélög voru flest í eigu bænda í gegnum samvinnufélög en þessi staða hefur breyst og nú eru afurðastöðvar af ýmsu tagi og misjafnt hvort þær séu í eigu eða undir stjórn bænda.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

Í vikunni var samþykkt á fundi ríkisstjórnar að leggja frumvarp mitt um framleiðendafélög fram á Alþingi sem stjórnarmál. Með því er lagt til að horfa til finnsku leiðarinnar og færa heimildir bænda til samstarfs og samvinnu í fast form. Lagt er til að slíkar heimildir nái til félaga undir stjórn bænda og þannig staða þeirra bætt. Kjarninn í veikri stöðu bænda er sá, líkt og öldungadeildarþingmaður í framboði lýsti eitt sinn vestan hafs, að bændur væru þau einu í hagkerfinu sem kaupa öll aðföng á smásöluverði, selja allar afurðir á heildsöluverði og borga flutninga í báðar áttir.

Lærum af reynslu annarra

Rík hefð er fyrir formföstum reglum um framleiðendafélög víðs vegar í Evrópu og Bandaríkjunum. Ástæður þess eru einkum þær að sé markaðsöflunum einum eftirlátið að skipuleggja virðiskeðju landbúnaðar er samningsstaða bænda afleit. Staða framleiðenda í vinnslu og sölu afurða er veik þar sem afurðastöðvar ráða mestu og stórar keðjur dagvöruverslana.

Ekki nóg með að staða bænda gagnvart söluhliðinni sé veik, þá er hún að sama skapi veik gagnvart aðfangakeðjunni, sölumönnum á ýmiss konar aðföngum til framleiðslu búvara. Þessi staðreynd hefur leitt til þess að heimildir frumframleiðenda hafa víða verið formfestar og ríkuleg flóra af framleiðendafélögum búvara er nú fyrir hendi í löndum Evrópusambandsins. Tilgangur þeirra er misjafn, sum eru stór samþætt félög sem eiga og reka starfsemi á meðan önnur beita sér fyrir bættri stöðu framleiðenda gagnvart afurðafélögum og aðfangakeðjunni.
Forsenda fæðuöryggis í landinu er að bændur búi í sama efnahagslega raunveruleika og aðrir.

Til þess að það geti raungerst tel ég nauðsynlegt að skilyrði þeirra til að beita samstarfi og samvinnu séu ekki lakari en annars staðar. Með finnsku leiðinni í framleiðendafélögum getum við fært bændum verkfærin til þess að styrkja stöðu sína. Á næstu vikum mun ég mæla fyrir málinu á Alþingi þar sem það fer svo til þinglegrar meðferðar.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f