Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Förum eftir alþjóðasamningum
Fréttir 12. nóvember 2020

Förum eftir alþjóðasamningum

Höfundur: Ritstjórn

Á þessu ári hafa Bændasamtök Íslands átt í miklum samskiptum við íslensk stjórnvöld vegna tollflokkunar á ýmsum landbúnaðarvörum. Út á við hefur umfjöllunin einkum verið um vöru sem í frétt á RÚV þann 11.11 er kölluð „jurtablandaður pítsaostur“. Í frétt RÚV er haft eftir yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda að: „Slíkur ostur verði, með jurtaolíublönduninni, tollfrjáls og það hafi verið með fullu samþykki og vitneskju tollyfirvalda ... Það sé í fullu samræmi við alþjóðareglur.“

Þær staðfestu upplýsingar sem hafa komið fram skýra meginatriði málsins og staðan er eftirfarandi:

Þann 17. febrúar gaf Skatturinn út bindandi álit um tollflokkun á rifnum osti sem hertum flögum úr jurtafeiti hafði verið bætt saman við. Bindandi niðurstaða þess álits sem var sótt um og gefið út á grundvelli 20. gr. tollalaga nr. 88/2005, var að umrædd vara ætti að tollflokkast sem ostur í tollflokk 0406.2000. Í kjölfarið urðu allnokkur samskipti við stjórnvöld út af tollflokkun, m.a. á þessari og sambærilegum vörum. Niðurstaða þess var í stuttu máli sú að Skatturinn leitaði álits DG TAXUD (Tolla- og skattaskrifstofu ESB) í Brussel. Svar barst Skattinum 4. júní þess efnis að sú vara sem til umfjöllunar var skyldi tollflokkast sem ostur í tollskrárnúmer 0406.2000 en hvorki í 19. né 21. kafla tollskrár.

Þann 23. júní tilkynnti tollgæslustjóri enn fremur eftirfarandi til lögmanna hagsmunasamtaka framleiðenda:

„Tollyfirvöld geta staðfest að „Mozzarella pizza mix“ mun, í samræmi við álit starfsmanna framkvæmdastjórnar ESB, verða flokkað í 4. kafla tollskrár en hvorki 19. né 21. kafla. Þá geta tollyfirvöld enn fremur staðfest að vörur sem eru framleiddar í samræmi við þau sjónarmið sem koma fram í nefndu áliti, þ.e., þar sem jurtaolíum hefur verið blandað við mjólkurvörur af tækni- og hagkvæmnisástæðum en án þess að mjólkurfitu sé skipt út fyrir jurtafitu, munu einnig flokkast í 4. kafla tollskrár.

Loks mun endurskoðunardeild Skattsins athuga hvort vörur sem ættu að vera í 4. kafla í samræmi við ofangreind sjónarmið hafi á sl. sex árum verið flokkaðar í aðra kafla tollskrár.“

Bændasamtök Íslands líta með þessu svo á að þetta mál, eins og önnur sem varða tollframkvæmd, séu til skoðunar hjá endurskoðunardeild Skattsins. Auk þessa hefur málið komið til kasta Alþingis sem í meðhöndlun sinni ákvað þann 5. nóvember sl. að fela Ríkisendurskoðun að taka saman skýrslu um starfsemi Skattsins við framkvæmd tollalaga. Þessi mál eru því í heild sinni til skoðunar hjá þar til bærum stjórnvöldum.

 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...