Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Jólageit IKEA gleður hjörtu fólks á mismunandi hátt.
Jólageit IKEA gleður hjörtu fólks á mismunandi hátt.
Mynd / sp
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir þar ekki undanskildar, þegar geitum er gjarnan fórnað í kringum vetrarsólstöður.

Í goðafræðinni þekkjum við hafra Þórs, þá Tanngnjóst og Tanngrisni, sem bjuggu yfir þeim eiginleika að lifna við þótt þeim væri slátrað og ekki er ósennilegt að skandinavíska jólageitin eigi uppruna sinn í geithöfum Þórs, ekki síst þegar kemur að fórn og endurfæðingu. Í Noregi er jólageitin þekkt fyrir að hafa sama innræti og íslenski jólakötturinn, jólavættur sem refsar þeim sem ekki fá nýja flík. Sænska jólageitin (Julbock) er hins vegar á báti við jólasveinana okkar alíslensku sem í dag koma gjöfunum á rétta staði og hafa staðið sína plikt síðan á 19. öld. Áður var þarlend jólageit víst ósýnileg vera sem sá um að hafa yfirsýn yfir að hlutirnir gengju nú fyrir sig eins og þeir ættu að gera, og enn eldri sögulegar heimildir eru fyrir því að Julbock hafi ekki verið neitt sérlega vel innrættur, heldur reikaði um landið á jólanótt, krafðist fórna og hræddi kristna menn.

Fórnir vetrarsólstaða

Líkt og höfrum Þórs var fórnað og þeir lifnuðu við, þótti við hæfi að fórna geitum gjarnan í kringum vetrarsólstöður. Tenginguna mætti mögulega finna í fornri sænskri venju, Juleoffer, eða jólafórn. Þar er manneskju klæddri geitaskinni slátrað á táknrænan hátt og vaknar aftur til lífsins að morgni líkt og við vetrarsólstöður, þar sem á sólstöðunótt fer sólin í gegnum sína eigin endurfæðingu, ef svo má segja.

Ekki má svo gleyma kölska sjálfum sem hefur haft orð á sér fyrir að hafa geitaklaufir í stað fóta – en til viðbótar við sagnfræðilegar tengingar við vetrarsólstöður lýstu sannkristnir menn því yfir langt fram á 17. öld að jólageit yrði að fórna því í henni byggi djöfullinn.

IKEA-geitin brennd – hópur

En nóg um það. Við Íslendingar eigum okkar jólageit sem flestir þekkja, reyndar af sænskum ættum, um tíu metra háa og svipaðri að þyngd í tonnum. Sögur fara af því að geitin, sem er sett fyrir framan IKEA-verslunina hérlendis, sé eina IKEA-skrautgeit veraldar, en slíkar skreytingar fyrirfinnist ekki í grennd við aðrar IKEA-verslanir utan landsteinanna. Þetta er áhugaverður möguleiki sem helst þá í hendur við eina „IKEA geitin brennd“-hópinn sem er á Facebook.

Sá hópur sér fyrir sér að geitin muni standa í ljósum logum í dag, þann 20. desember, en vetrarsólstöður hefjast akkúrat þann dag. Í hópnum eru yfir 4.000 manns, þar af heilir 467 sem ætla að mæta á staðinn. Hvernig þeir ætla að fara leynt er óráðin gáta eins og er–en næsta víst er að gæsla er á staðnum.

Skylt efni: Jól

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...