Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Í deiglunni 13. febrúar 2023

Formannsskipti hjá nautgripabændum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nýr formaður búgreinadeildar NautBÍ verður kjörinn á búgreinaþingi.

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egils­stöðum, mun ekki gefa kost á sér til áfram­haldandi for­mannssetu.

Hún ætlar áfram að vinna að hagsmunum bænda sem Bændasamtakanna en ætlar að láta öðrum eftir að sinna forystu nautgripabænda.

Í áramótapistli sínum til nautgripabænda sagði Herdís Magna að verkefni næsta formanns og stjórnar verði að fylgja eftir áherslum búgreinarinnar í næstu endurskoðun búvörusamninga.

„Hvet ég þau sem koma til með að sitja í samninganefnd um endurskoðun búvörusamninga til þess að hlusta á bændur og forsvarsfólk þeirra. Mikilvægt er að fara með opnum hug inn í endurskoðunina og muna að endurskoðun var upphaflega hugsuð til að sníða agnúa af samningnum en ekki kollvarpa þeim,“ segir Herdís m.a. í pistli sínum.

Einnig kemur þar fram að innleiðing á kyngreindu sæði sé augljóst næsta stóra skref búgreinarinnar nú í kjölfar innleiðingar erfðamengisúrvals.

Herdís Magna hefur setið í stjórn Landssambands kúabænda í rúm sex ár og var kjörinn formaður þess árið 2020.

Skylt efni: Búgreinaþing

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...