Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gunnar Þorgeirsson ræktar grænmeti og kryddjurtir í Ártanga.
Gunnar Þorgeirsson ræktar grænmeti og kryddjurtir í Ártanga.
Mynd / smh
Fréttir 2. mars 2020

Formannskosning í uppsiglingu hjá BÍ

Höfundur: Ritstjórn

Gunnar Þorgeirsson, bóndi í Ártanga og formaður Sambands garðyrkjubænda, greindi frá því í dag á búnaðarþingi að hann hygðist bjóða sig fram til formennsku gegn sitjandi formanni, Guðrúnu S. Tryggvadóttur. Kosningarnar verða á morgun þriðjudag eftir klukkan 13.00.

Samhliða framboði Gunnars hafa fjórir aðrir gefið kost á sér til stjórnarsetu, þau Oddný Steina Valsdóttir, sauðfjár- og nautgripabóndi í Butru í Fljótshlíð, Ingi Björn Árnason, kúabóndi í Marbæli í Skagafirði, Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs og Halla Eiríksdóttir, sauðfjárbóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal. Athygli vekur að tveir af þessum frambjóðendum eru ekki búnaðarþingsfulltrúar, þeir Ingi Björn og Guðmundur. Öllum félögum í BÍ er hins vegar frjálst að bjóða sig fram til stjórnar.

Þrír núverandi stjórnarmenn, þau Guðrún Lárusdóttir, Einar Ófeigur Björnsson og Eiríkur Blöndal hyggjast ekki gefa kost á sér til núverandi stjórnarsetu. Það gera hins vegar Gunnar Kr. Eiríksson og Guðrún S. Tryggvadóttir núverandi formaður.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...