Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stjórnarkonur FKA Austurlands f.v.: Jóhanna Þráinsdóttir, Valdís Björk Geirsdóttir, Ragna S. Óskarsdóttir, Heiða Ingimarsdóttir, Jóhanna Heiðdal og Jóna Björt Friðriksdóttir. Á myndina vantar Öglu Heiði Hauksdóttur, Hrafndísi Báru Einarsdóttur og Rebekku Rán Egilsdóttur.
Stjórnarkonur FKA Austurlands f.v.: Jóhanna Þráinsdóttir, Valdís Björk Geirsdóttir, Ragna S. Óskarsdóttir, Heiða Ingimarsdóttir, Jóhanna Heiðdal og Jóna Björt Friðriksdóttir. Á myndina vantar Öglu Heiði Hauksdóttur, Hrafndísi Báru Einarsdóttur og Rebekku Rán Egilsdóttur.
Mynd / FKA
Fréttir 21. júní 2023

Forkólfar á Austurlandi sameinast í FKA

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Konur á Austurlandi hafa nú stofnað Félag kvenna í atvinnurekstri á Austurlandi. Stofnfundur FKA Austurlands var haldinn eystra í lok maí og sóttu hann rúmlega hundrað konur af öllu landinu.

Markmiðið með stofnun félagsins, sem verður landsbyggðardeild í Samtökum kvenna í atvinnulífinu (FKA) ásamt Norðurlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi, er að efla konur, stuðla að auknu samtali kvenna á milli, fjölga tækifærum kvenna í atvinnulífinu á Austurlandi ásamt því að tengjast öðrum félagskonum FKA óháð staðsetningu.

„Nú er það kvenna á öllu Austurlandi að ákveða hversu bratt þær mæta í fjörið í FKA en næstu skref eru að hrista hópinn saman og efla tengslin. Svo koma þær af krafti í starfið hjá félaginu sem er bæði blómlegt og fjölbreytt,“ segir Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA.

Í stjórn FKA Austurlands sitja sjö konur og tveir varamenn. Það kemur í hlut þeirra að móta starfið út frá gildum og markmiðum FKA en þróa starfsemina á þann hátt að gagnist konum á Austurlandi sem best.

Þess má geta að í ársbyrjun 2006 stofnuðu konur á Austurlandi samtökin Tengslanet austfirskra kvenna, TAK, sem enn er starfandi og var stofnað til að efla konur á Austurlandi til þátttöku og sýnileika hvarvetna í samfélaginu og við stjórnvölinn.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...