Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ford Ka, góður borgarbíll og líklega sá ódýrasti á markaðnum.
Ford Ka, góður borgarbíll og líklega sá ódýrasti á markaðnum.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 21. október 2015

Ford KA, líklega sá ódýrasti á markaðnum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Ég hef verið duglegur að prófa litla ódýra bíla, en fyrir skemmstu prófaði ég Ford Ka sem er samkvæmt því sem ég best veit ódýrasti nýi bíll sem fáanlegur er og kostar ekki nema 1.695.000. 
 
Þessi smábíll er skráður fyrir fjóra. Ekki fór ég langt á bílnum, en ók honum samt yfir 90 km.
 
Lítill og mismikið pláss fram of aftur í
 
Framsætin eru góð og pláss í framsætum er gott, bæði hæð og fótapláss. Öll stjórntæki eru á þægilegum stöðum og þá sérstaklega gírstöngin, útsýni fyrir ökumann er gott fram á við og bæði innispegill og hliðarspeglar stórir og góðir. 
 
Í aftursætunum er minna pláss, sérstaklega upp á við, en þeir sem eru yfir 170 á hæð eru með höfuð upp undir þaki og hnén nema við framsætið sé það í miðjustillingu. Farangursrýmið er glettilega stórt, en þar undir er ekkert varadekk. Varadekkslaus bíll á Íslandi er fyrir mér ekki kostur og þýðir bara eitt; falleinkunn.
 
Frábær á bundnu slitlagi en of laus að aftan á malarvegum 
 
Að keyra Ford Ka innanbæjar er mjög gott og að mínu mati hentar þessi bíll afar vel sem borgarbíll fyrir stuttar vegalengdir á litlum hraða. Veggrip er mjög gott á malbiki og þægilegur í akstri undir 70 km hraða. 
Sé farið yfir 70 þá byrjar töluvert veghljóð og á milli 90 og 100 km hraða fannst mér veghljóðið allt of mikið. Á malarvegi er Ford Ka frekar laus að aftan, en það kom mér hins vegar á óvart hversu lítið malarvegahljóð kom inn í bílinn miðað við hvernig hljóðið er á malbiki. 
 
Á vonda veginum sem ég prófaði bílinn fannst mér framfjöðrunin góð, en síðri á afturhjól. Hæð undir lægsta punkt er fín, en margur fjórhjóladrifni bíllinn er lægri og í meiri hættu að snerta miðjuhrygg á vegslóðum en Ford Ka.
 
Ódýr í rekstri og aðgengi að vél gott
 
Ford Ka er á 14 tommu dekkjum sem kosta lítið (ódýrustu dekkin frá um 10.000 og dýrustu og bestu dekkin á um 17.000). Alls staðar þar sem ég skoðaði varðandi vinnu við viðhald er aðgengi gott, eins og hurðalamir, aðgengi að smursíu, loftsíu og að skipta um olíu eða perur. Uppgefin eyðsla á hverja 100 km ekna er 4,9 lítrar á hundraðið. Ég tók nokkrar mælingar á eyðslunni hjá mér og var ég að eyða frá 5,3 lítrum og upp í 7 lítra á hundraðið, en eftir 87 km akstur og meðalhraða upp á 41 km var meðaleyðslan mín 6,2 lítrar á hundraðið.
 
Maður einfaldlega fær það sem maður borgar fyrir
 
Þegar keyptur er svona ódýr bíll verður maður að gera sér grein fyrir því að maður er ekki að kaupa þægindi, kraft og flott útlit. 
 
Það er ekki mikið í Ford Ka sem mætti kalla munað og þægindi, en samt er allt þar sem þarf að vera í bíl. Fyrir mér eru ódýrir smábílar bara farartæki til að komast á milli staða fyrir eina til tvær manneskjur og allt of margir eru með of marga stóra bíla á hverju heimili. 
 
Fleiri mættu hugsa þannig að einn stór aðalbíll dygði og svo smærri bíll eða bílar fyrir fáa farþega, en í þennan smábílaflokk hentar Ford Ka mjög vel. Mikinn fróðleik má finna um Ford Ka á vefsíðunni www.ford.is.

6 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...