Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Algeng smitleið fuglaflensu er þegar ránfuglar gæða sér á hræjum af sýktum fuglum.
Algeng smitleið fuglaflensu er þegar ránfuglar gæða sér á hræjum af sýktum fuglum.
Mynd / Óskar Andri
Utan úr heimi 17. janúar 2024

Fólk með fuglaflensu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skæð fuglaflensa hefur orðið milljörðum fugla að aldurtila á árinu 2023. Samkvæmt Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) olli fuglaflensa einnig veikindum 19 manna í átta löndum árin 2022 og 2023.

Í níu tilfella var um alvarleg veikindi að ræða og leiddi fuglaflensa fimm til dauða. Einkenni þriggja einstaklinga voru væg og sjö voru einkennalaus. Samkvæmt skýrslu CDC höfðu einstaklingarnir í flestöllum tilfellum verið í návígi við sjúka eða dauða fugla.

Sundurliðun tilfella

Í skýrslunni má finna sundurliðun tilfellanna. Sex manneskjur greindust í Kambódíu, tvö í febrúar, tvö í október og tvö í nóvember árið 2023. Fjögur þeirra létust. Í Bretlandi komu upp fimm tilfelli, öll einkennalaus. Í Kína hafa tveir einstaklingar greinst, í september 2022 og janúar 2023.

Annar þeirra lést en ekki er vitað um afdrif hins. Tvö tilfelli hafa komið upp á Spáni, hjá starfsmönnum alifuglabús en báðir voru þeir einkennalausir. Í einu tilfelli í Víetnam lifði einstak- lingurinn alvarleg veikindi af. Eins veiktist einn alvarlega í Chile í mars árið 2023 en lifði af. Eitt tilfelli af alvarlegum einkennum sjúkdómsins greindist í Ekvador í desember 2022. Eitt einkenni hefur þá komið upp í Bandaríkjunum.

Í skýrslunni kemur einnig fram að frá því að CDC hóf skráningu á tilfellum skæðrar fuglaflensu árið 1997 hafa 902 tilfelli verið tilkynnt um smit í mönnum. Tilfellin ná til 22 landa og er dánarhlutfall tilfella meira en fimmtíu prósent.

Fylgst með fuglaflensu á Íslandi

Skæð fuglaflensa hefur verið greind og náð útbreiðslu bæði í framleiðsluhúsum alifugla, á fjölskyldubúgörðum, í bakgörðum sem og meðal villtra fugla. Skýrsla CDC segir að að minnsta kosti 77,8 milljón fugla hafi smitast í Bandaríkjunum og fari fjölgandi.

Fuglaflensan hefur einnig greinst í allmörgum spendýrum og nýjasta dæmi þess er ísbjörn í Alaska sem nýlega drapst úr þessum skæða smitsjúkdómi.

Á Íslandi hefur skæð fuglaflensa hefur greinst í villtum fuglum um allt land. Frá því í mars 2022 hafa verið í gildi hertar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla og fylgist Matvælastofnun með tilfellum hér á landi, m.a. með því að bregðast við ábendingum um dauða fugla sem finnast á víðavangi.

Skylt efni: fuglaflensa

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...