Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir varnarlínur var breytt.

Breytingin felur í sér að ekki þarf lengur að sækja um leyfi fyrir flutningnum. Aftur á móti gildir enn að sérstök rannsókn skuli fara fram á heilbrigði þeirra gripa sem flytja á milli varnarhólfa, sbr. 25. gr. dýrasjúkdómalaga (nr. 25/1993). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurbjörgu Ólöfu Bergsdóttur, sérgreinadýralæknis nautgripa og sauðfjár hjá Matvælastofnun.

Þessi rannsókn á heilbrigði getur farið fram á tvennan hátt. Annars vegar er hægt að hafa samband við hlutaðeigandi héraðsdýralækni og fá samþykki hans fyrir flutningnum. Hins vegar er hægt að ráðfæra sig við sjálfstætt starfandi dýralækni/ dýralækni búsins og fá hjá honum vottorð um heilbrigði gripanna sem síðan er hægt að framvísa til starfsmanna Matvælastofnunar við eftirlit ef þeir óska eftir því.

„Sérstaklega er horft til stöðu garnaveiki á því svæði sem flytja skal frá og hvort veiruskita eða aðrir smitsjúkdómar séu í gangi á svæðinu. Ekki er til þess ætlast að sérhver gripur sé skoðaður heldur að horft sé til söluhjarðarinnar sem heildar,“ segir í tilkynningunni.

Ef smitsjúkdómar eru til staðar er alltaf mest hætta á smiti frá dýri til dýrs og smitvarnir eru aldrei of hátt skrifaðar.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...