Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Flugnaplága = sýklaplága
Lesendarýni 22. júlí 2015

Flugnaplága = sýklaplága

Höfundur: Kristján Gunnarsson, ráðgjafi Bústólpa
Eitt af forgangsverkum í byrjun sumars hjá mjólkur­framleið­endum ætti að vera ráðstafanir gegn skordýraplágu í fjósum og mjólkurhúsum.
 
 
Flugur þe. sk húsflugur ( Musca domestica) og aðrar minni sem oft fylla fjós og skepnuhús eru bæði hvimleitt ágangsfyrirbæri og síðast en ekki síst bæði sóðaplága og sýklaberar.
Þær skíta á allt sem þær setjast á og bera í sér aragrúa af sýklum og óhreinindum sem valdið geta sjúkdómum í mönnum og skepnum.
 
Fyrir utan sóðaskapinn af slíkum kvikindum sem oft eru í þúsunda tali og jafnvel tugþúsunda tali í fjósum og öðrum skepnuhúsum þá fljúga þær oft í og setjast að á mjólkurtönkum og áhöldum við mjólkurframleiðslu og rata býsna oft ofaní mjólkina í mjólkurtanknum sé tankurinn opin gerð, og kvikindin skapa þannig tilheyrandi ólystilegheit og ekki síst óþrif og sýklaferli.
 
Mikil flugnaplága í fjósum veldur því að allt er undirlagt af flugnaskít sem erfitt er að þrífa og mengar allt umhverfið sem á að heita matvælaframleiðslustaður.
 
Einnig verður óþefur í flugnaplágu mikill og slíkt er ekki eingöngu hvimleitt heldur er mjólk afar sækin á lyktarmengun og tekur í sig óbragð af ólyktinni.
 
Skynsamlegast er að reyna að þrífa vel á stöðum sem flugur eru að vaxa en síðan að eitra ef þörf er á, en ítreka, það ætti að þvo vel áður því hreinn flötur þarfnast minna magn eiturs ef farin er sú leið.
Best er að nota álímispjöld eða penslunarspjöld vegna þess að ekki ætti að úða eitri um allt vegna hættu á að menga mjólkina og ef skepnur eru inni veldur eiturúðun vanlíðan.
 
Dvalarstaður ungfluga og lirfa flugunnar er oft neðan í haughúslofti og neðan í stéttum í fjósi, en einnig undir flórristum og þarf því að úða eitri af kunnáttu og vandvirkni á þá staði enda ekki hægt að koma þar fyrir spjöldum til þess að árangur náist.
 
Skylda er samkvæmt mjólkurreglugerð að sjá til þess að halda flugum og meindýrum í skefjum í fjósum og mjólkurhúsum og því ættu allir að gera ráðstafanir gegn flugu á vorin þegar hún er að byrja að kvikna.
Tvennt er það sem flugum er meinilla við en það er hreinlæti og lágt hitastig eða kuldi.
Því er áríðandi forvörn að hafa eins hreint og unnt er í fjósum og mjólkurhúsum og ekki síst, vel loftræst og eins kalt og mögulegt er.
 
Og ef flugnaplága hefur herjað og búið er að drepa hana niður, þrífið þá og þvoið flugnaskítinn burt, sér í lagi af mjaltakerfinu og mjólkurtönkum því eins og áður sagði, hrein fjós eru illa liðin af flugunni og óþefurinn af flugnaskítnum er ótrúlegur.
 
Látið ævinlega fagmenn um eitrun og eins og áður sagði bíðið ekki eftir því að flugan klekist út og fylli fjósin og skíti á alla hluti, eitrið áður!
 
Í raun er ekki fráleitt að halda því fram að flugnaplága (mikill ágangur flugu) geti orsakað eða a.m.k. viðhaldið lakara júgurheilbrigði mjólkurkúa þar sem flugnagerið herjar á kýrnar, angrar þær og pirrar á allan hátt þannig að viðkomandi gripir verða taugastrekktari og þar með veilli fyrir sjúkdómum s.s. júgurbólgu því þekkt er að góð líðan kúa eykur á hreysti þeirra og eiginleika til að takast á við sýkingar með eigin ónæmiskerfi.
 
Pirraðar kýr með aragrúa flugna sveimandi og skríðandi yfir og á eru því ákjósanlegt skotmark sýkla sem valdið geta júgurbólgu.
 
Það er því áríðandi að klippa kýrnar því annars svitna þær meira og verða skítugri og af leiðir meiri ágangur flugna og skordýra.
 
Kristján Gunnarsson 
ráðgjafi Bústólpa ehf.

Skylt efni: Fjós | flugnaplága

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...