Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Flöskupálmi getur orðið mannhæðar hár
Á faglegum nótum 6. febrúar 2019

Flöskupálmi getur orðið mannhæðar hár

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Þessi fallega pottaplanta hefur fengið nafn sitt vegna lögunar sinnar en neðsti hluti stofnsins á ungum plöntum myndar nánast hnöttóttan, trékenndan forðahnúð sem geymir vatn og næringarefni. Upp af honum vex grannur trékenndur stofn sem ber þéttan krans ílangra, gljáandi laufblaða sem veita plöntunni sérstakt og heillandi útlit.


Flöskupálmi (Beaucarnea recurvata) er ekki eiginlegur pálmi þótt nafnið gefi það til kynna heldur er hann skyldari liljum og aspas.

Kemur frá Mexíkó

Tegundin vex villt á þurrlendum, björtum og hlýjum stöðum í Mexíkó. Nú teljast 12 tegundir innan ættkvíslarinnar. Mjög hefur þrengt að náttúrulegum vaxtarstöðum þeirra í S- Ameríku vegna ágangs manna. Því hafa verið settar alþjóðlegar takmarkanir á sölu tegundanna í þeirri viðleitni að viðhalda náttúrulegum stofnum þeirra en pottaplönturnar okkar eru framleiddar af ræktuðu fræi í gróðurhúsum.

Í náttúrunni myndast fræin á plöntum sem hafa náð 10–15 ára aldri. Tegundin er sérbýlisplanta, því þarf bæði karl- og kvenplöntu til að þroskuð fræ myndist. Varla er hægt að búast við að flöskupálminn myndi fræ í heimahúsum. Eldri plöntur í pottum geta orðið mannhæðar háar eða hærri.

Ungar plöntur mynda einn háan trékenndan miðstöngul en á eldri plöntum geta allmargir sjálfstæðir sprotar vaxið upp úr neðsta hlutanum og gefur það plöntunni enn sérstæðara yfirbragð. Hægt er að sníða aukasprota af með beittum hníf og reyna að láta þá mynda rætur í vikurblandaðri mómold.

Þrífst best á björtum stað

Sem pottaplanta nýtur flösku­pálminn sín best á björtum stað en hún þolir hálfskugga. Venjulegur stofuhiti hentar henni ágætlega. Sökum þess að hún vex fremur hægt má hafa hana í fremur litlum pottum. Ef ætlunin er að leyfa plöntunni að ná sem mestum vexti er ágætt að koma henni fyrir í stærri potti. Þá þarf að vanda til verka, skola moldina varlega af rótunum með volgu vatni, greiða síðan vandlega úr rótarkerfinu þannig að það dreifist sem jafnast í nýja pottinum. Notuð er góð vikur – eða sandblönduð pottamold. Best er að umpotta að áliðnum vetri.

Flöskupálmi þarfnast ekki mikillar vökvunar og skyldi gæta þess að fjarlægja allt umframvatn úr pottahlífinni að vökvun lokinni, um hálftíma eftir að vökvað hefur verið. Ofvökvun fer illa með ræturnar og er algengasta dánarorsök plantnanna. Frá vori til hausts er vökvað með daufri áburðarlausn öðru hvoru en í skammdeginu er dregið mjög úr vökvun og áburðargjöf hætt með öllu. Plöntum sem vaxa í mjög smáum pottum er helst hætt við ofþornun en eldri plöntur í stærri pottum þarf yfirleitt aðeins að vökva vikulega eða sjaldnar.
 
Auðvelt að halda plöntunni við

Almennt er auðvelt að halda plöntunni heilbrigðri og fallegri árum saman sé þess gætt að halda vökvun og áburðargjöf í réttu horfi. Meindýr sækja ekki mikið í laufið, helst eru það spunamítlar.

Flöskupálmi er ein af þessum sérkennilegu, karaktermiklu pottaplöntum sem gera ekki flóknar ræktunarkröfur en gefa bæði heimilum og stofnanaumhverfi glæsilegt yfirbragð.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...