Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Útlit flöskulilju er sérkennilegt. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum.
Útlit flöskulilju er sérkennilegt. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum.
Mynd / dengarden.com
Líf og starf 21. febrúar 2023

Flöskuliljan sérkennilega

Höfundur: Vilmundur Hansen

Harðgerð og allsérstæð pottaplanta sem ekki þarf mikla umhirðu og sómir sér vel í austur- eða suðurglugga standi hún í eilitlum skugga frá beinni sól af öðrum pottaplöntum.

Plantan kallast á latínu Beaucarnea recurvata og hefur gengið undur nokkrum heitum á íslensku, fílafótur, taglhnúður, skúfhnúður, taglskúfur og flöskulilja, sem líklegast er besta heitið.

Útlit flöskulilju er skemmtileg. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum. Langlíf planta sem vex hægt en með tímanum og góðri umhirðu getur hún orðið fjögurra metra há. Gamlar plöntur líkjast kúlulaga flösku með einum eða fleiri löngum hálsum. Bolurinn brúnleitur og sléttur viðkomu. Efst á hálsinum sitja hvirfingar með leðurkenndum og sígrænum löngum og dökkgrænum blöðum sem svigna niður á við. Blómstrar sjaldan og yfirleitt ekki fyrr en hún hefur náð að minnsta kosti tíu ára aldri og því ræktuð sem falleg blaðplanta.

Upprunnin við jaðra eyðimarka og upp til fjalla í austanverðri Mexíkó og Mið-Ameríku og nýtur í dag mikilla vinsælda sem pottaplanta víða um heim. Bolurinn geymir vatn og plantan því þurrkþolin og varast ber að ofvökva hana og nóg er að gefa henni væga áburðarlausn nokkrum sinum, eða eftir minni, yfir sumartímann. Vökva skal með volgu vatni. Kjörhiti flöskulilju er 18 til 25° á Celsíus.

Tegundir innan ættkvíslarinnar Beaucarnea eru 13 til 15 og sumar þeirra eru í útrýmingarhættu, þar á meðal B. recurvata vegna ágangs í þær í náttúrulegum heimkynnum sínum.

Skylt efni: pottaplöntur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...