Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fljúgandi forystulömb í Borgarbyggð
Líf og starf 18. maí 2020

Fljúgandi forystulömb í Borgarbyggð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sigríður Ævarsdóttir á bænum Gufuá í Borgarbyggð náði nýlega þessum flottu myndum af „fljúgandi“ forystulömbum á bænum enda mikill leikur í lömbum á þessum árstíma. 
 
Sigríður, ásamt Benedikt Líndal og yngsta barni þeirra, Sigurjón Líndal Benediktsson, fluttu í sveitina fyrir einu og hálfu ári en  jörðin hafði þá verið í eyði frá því 1964. 
 
„Við erum að byggja upp á bænum og búum með íslensku húsdýrin, ferðaþjónustu, skógrækt og fleira. Við erum með nokkrar forystukindur + hrúta, geithafra og hross og þjónustu í kringum hestamennsku, svo sem reiðkennslu, kennsluefnisgerð og reiðtygjasölu. Í sumar er svo að hefjast hjá okkur ný tegund ferðamennsku sem eru stuttar heimsóknir fólks á bæinn okkar til að skoða, upplifa og heyra sögu forystukindanna, taka göngutúr með tamda geithafra eða fara í náttúrugöngu um landareignina undir leiðsögn.  Tilvalið fyrir fólk sem er á ferðinni og langar að fá smá fjárhúsalykt í nefið og prófa öðruvísi afþreyingu. Geiturnar og forystuféð er notað í þessum tilgangi. Við bjóðum sem sagt upp á að fólk komi í heimsókn í fjárhúsið okkar og kynnist forystukindum í návígi, hafi gaman, fái fræðslu og megi snerta og upplifa,“ segir Sigríður. 
 
Fjölskyldan á Gufuá í Borgarbyggð býður fólki að koma í heimsókn í fjárhúsið sitt þar sem hægt er að skoða  íslenskt forystufé, hrúta, ær og lömb. Nánari upplýsingar má sjá á vef Gufuá.

Skylt efni: forystufé | sauðfburður | Gufuá

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...