Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá Skagaströnd.
Frá Skagaströnd.
Fréttir 26. mars 2020

Fleiri sveitarfélögum boðið að borðinu í umræðum um sameiningu í Austur-Húnavatnssýslu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórnir í Austur-Húnavatns­­sýslu hittust á dög­unum á fundi með ráðgjöfum RR-ráðgjafar sem eru þeim innan handar í viðræðum um hugsanlega samein­ingu sveitarfélaga í sýslunni.

Fram kemur í fundargerð að ráðgjafar telji að ýmis atriði þurfi að rýna betur áður en lengra er haldið. Fram kom á fundinum að sveitarstjórn Skagastrandar hafi óskað eftir því að unnið yrði að því að finna samhljóm og sameiginlega meginhagsmuni á svæðinu. Þá hefur komið fram ósk frá sveitarstjórn Húnavatnshrepps um að mörkuð verði stefna varðandi framtíðarverkefni á Húnavöllum ef skólahald þar leggst af.

Sjö sveitarfélög eru í dag í Vestur- og Austur-Húna­vatnssýslum, en Skagaströnd klýfur þar sveitarfélagið Skagabyggð í tvennt. Nú er rætt um þann möguleika að þau sameinist öll í eitt sveitarfélag. 

Í tengslum við umræðuna á fund­inum vakti Halldór G. Ólafsson, oddviti Sveitar­félagsins Skaga­strandar, máls á því að mikilvægt væri að komast að niðurstöðu um meðferð þeirra fjármuna sem Sveitarfélagið Skagaströnd á. Í kjölfarið sköpuðust um­ræður um möguleika á því að tryggja að fjármunirnir yrðu nýttir til uppbyggingar á innviðum á Skagaströnd sem myndu þó nýtast svæðinu öllu til góða.

Einnig urðu á fundinum umræður um hvort kanna ætti áhuga fleiri sveitar­félaga á þátttöku í samein­ingar­viðræðum og var borin upp tillaga um að bjóða Húna­þingi vestra, Sveitar­félaginu Skagafirði og Akra­hreppi formlega að viðræð­unum og var hún samþykkt. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...