Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sauðárkrókur, þar sem höfuðstöðvar Byggðastofnunar eru til húsa.
Sauðárkrókur, þar sem höfuðstöðvar Byggðastofnunar eru til húsa.
Mynd / HKr.
Fréttir 4. apríl 2017

Fleiri óska nú eftir lánum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mikil aukning hefur verið í lánsbeiðnum til Byggðastofnunar á síðustu árum eftir erfiða tíma í kjölfar fjármálahrunsins 2008.  Heildarupphæð lánsumsókna 2016 var um 4 milljarðar samanborið við 4,4 milljarða 2015 og 3,3 milljarða 2014. Samþykktar voru 70 umsóknir en 28 var synjað.
 
Lánasafn stofnunarinnar er nú rúmir 11 milljarðar króna og skiptist nokkuð jafnt á milli landshluta, en ferðaþjónusta og landbúnaður eru fyrirferðarmestu greinarnar, með um 26% hvor fyrir sig.
 
Tvær nýjar tegundir lána
 
Árin 2014 og 2015 samþykkti stjórn Byggðastofnunar tvær nýjar tegundir lána. Annars vegar lán vegna jarðakaupa eða kynslóðaskipta í landbúnaði, en þau lán eru með 5% verðtryggðum vöxtum til allt að 25 ára og möguleika á að greiða einungis vexti fyrstu 3 árin. Lánaflokkurinn var svo útvíkkaður árið 2016 og nær nú einnig til fjármögnunar endurbóta og /eða uppbygginga á húsakosti í landbúnaði. Hins vegar lán til stuðnings fyrirtækjareksturs kvenna, en þau geta verið allt að 10 milljónir króna í hvert verkefni og til 10 ára.  Vaxtakjör eru verðtryggð og þau sömu og af lánum til landbúnaðar, eða 2% álag á REIBOR í óverðtryggðu. 
 
Á síðasta stjórnarfundi Byggða­stofnunar var svo samþykktur nýr lánaflokkur vegna nýsköpunar.  Lánin eru sérsniðin að nýsköpunarverkefnum varðandi afborganaferli, lengd og tryggingar. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar. 

Skylt efni: Byggðastofnun

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...