Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fleiri nýir sveitastjórar ráðnir
Fréttir 25. júlí 2022

Fleiri nýir sveitastjórar ráðnir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á síðustu vikum hafa nokkrir nýir sveitar- og bæjarstjórar verið ráðnir til starfa kringum landið.

Geir Sveinsson fékk starf bæjarstjóra í Hveragerði og tekur þar við af Aldísi Hafsteinsdóttur sem hefur stýrt bænum í 16 ár.

Í Mosfellsbæ tekur Regína Ástvaldsdóttir við bæjarstjórastól Mosfellsbæjar, en hún var áður bæjarstjóri á Akranesi og sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Norðurþingi tekur Katrín Sigurjónsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, við keflinu af Kristjáni Þór Magnússyni. Þá mun Iða Marsibil Jónsdóttir gegna embætti sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshreppar, en hún hefur á undanförnum árum alið manninn í Vesturbyggð og var þar meðal annars forseti bæjarstjórnar.

Nokkur umræða skapaðist um ráðningu Björns Bjarka Þorsteinssonar í starf sveitarstjóra Dalabyggðar, en hann var ekki meðal umsækjenda um stöðuna. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Brákarhlíðar í Borgarnesi.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir var ráðin í starf sveitarstjóra Húnaþings vestra í byrjun mánaðarins en er málefnum sveitarfélagsins nokkuð kunn, enda fyrrum oddviti sveitarstjórnar. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir verður sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar en hún hefur áður gegnt starfi sveitarstjóra á Tálknafirði.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps réði Þórunni Sif Harðardóttur í starf sveitarstjóra en hún hefur unnið hjá hreppnum undanfarið ár og áður verið virkur þátttakandi í sveitarstjórnarmálum hjá Akureyrarbæ. Stefán Broddi Guðjónsson tekur við kefli Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur í Borgarbyggð. Stefán Broddi ólst upp í Borgarnesi og hefur síðastliðinn áratug starfað hjá Arion banka.

Þá er Hulda Kristjánsdóttir nýr sveitarstjóri í Flóahreppi og tekur þar við starfi af Eydísi Þ. Indriðadóttur.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...