Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Flatey
Bóndinn 20. september 2018

Flatey

Birgir Freyr Ragnarsson og Vilborg Rún Guðmundsdóttir stýra hinu stóra kúabúi á Flatey á Mýrum.  
 
Þeim gafst kostur á því að taka við því sumarið 2016 og tóku svo formlega við því 1. október 2016.
 
Býli:  Flatey.
 
Staðsett í sveit:  Mýrum í Hornafirði.
 
Ábúendur: Birgir Freyr Ragnarsson og Vilborg Rún Guðmundsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við tvö og kettirnir Junior, Skoppa og Skrítla.
 
Stærð jarðar?  2.400 hektarar.
 
Gerð bús? Mjólkurframleiðsla.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 550 nautgripir, að jafnaði 200 mjólkandi kýr hverju sinni.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fjósverk kvölds og morgna, síðan milli mála hefðbundin bústörf, umhirða gripa, fóðrun og margvísleg tilfallandi verkefni.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast þegar vel gengur og gripirnir hraustir.Leiðinlegast þegar allt gengur á afturfótunum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með nokkuð svipuðu sniði og ná þeim markmiðum sem við setjum okkur.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það þarf að gefa í og halda betur á spöðunum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna vel ef menn leyfa honum að dafna og menn hafi tækifæri til að nýta gæði jarða sinna.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Erfitt að segja. Það er þó ljóst að það verður enginn ríkur á að selja vörur undir því sem kostar að framleiða þær.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Alltaf til Víking gylltur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Vel eldað lambalæri og nýuppteknar kartöflur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það hlýtur að vera þegar við tókum við í október 2016.

4 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...