Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Elva Björk Guðmundsdóttir í hlutverki Mary og Margrét Kristjánsdóttir í hlutverki Vickie.
Elva Björk Guðmundsdóttir í hlutverki Mary og Margrét Kristjánsdóttir í hlutverki Vickie.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 2. maí 2025

Flæktur í netinu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Eitt elsta áhugaleikfélag landsins setur nú á fjalirnar einn af gamanleikjum Ray Cooney í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð.

Í þessum ágæta farsa fá áhorfendur að fylgjast með leigubílstjóra nokkrum og fjölskyldum hans. Í fleirtölu, já, því leigubílstjórinn lifði nefnilega tvöföldu lífi árum saman – þar sem tvær konur og börn með báðum komu við sögu! Um ræðir sjálfstætt framhald leikritsins vinsæla Með vífið í lúkunum þar sem sagan hefst. Nú er staðan þó þannig að sonur leigubílstjórans úr öðru sambandinu kynnist dótturinni úr hinu og leynilegur lífsmáti leigubílstjórans því í húfi. Þetta er farsi af bestu gerð enda Ray Cooney ekki þekktur fyrir annað og vandi að sjá hvernig hægt er að rekja úr flækjunni.

Formaður leikfélagsins, Sigurlaug Ingimundardóttir, segir að flestir þekki væntanlega leikritið undir nafninu „Með táning í tölvunni“ en þau hafi fengið leyfi þýðanda til að breyta því í Flæktur í netinu, þótti það eiga betur við. Æfingaferlið gekk vel þó páskahátíðin hafi aðeins truflað – enda koma um 30 manns að leiksýningunni þó einungis sjö standi á sviði. „Þegar maður talar um leikhóp heldur fólk oft að bara sé verið að tala um leikarana, en það eru ótalmörg verkefnin sem þarf að leysa til þess að setja verk á svið. Sviðsmynd, búningar, förðun, hljóð og ljós eru meðal þess sem vega þungt og ættu því allir sem áhuga hafa að drífa sig í að vera með,“ segir Sigurlaug.

Áætlaðar sýningar eru dagana 2., 4., 6. og 7. maí kl. 20:00, sýningin á laugardeginum 3. maí er kl. 15:00, sýnt verður í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki og miða er hægt að nálgast á www.tix.is.

Árni Jónsson í hlutverki Stanley.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...