Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Flækingsfuglar
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 18. október 2023

Flækingsfuglar

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Nú á haustmánuðum er tími flækingsfugla. Þótt allar árstíðir séu spennandi hjá fuglaáhugafólki þá má segja að haustið sé gósentíð fyrir þann hóp fuglaskoðara sem hefur sérstakan áhuga á að leita uppi flækingsfugla. Þegar fuglar byrja að ferðast á milli varp- og vetrarstöðva á haustin berast hingað nokkuð af fuglum sem ekki dvelja hér reglulega eða teljast ekki íslenskir varpfuglar. Þessir fuglar eru kallaðir í daglegu tali flækingsfuglar. Þetta geta verið fuglar sem hafa villst af sinni farleið, slegist í för með öðrum hópum af fuglum sem hafa hér viðkomu, eða það sem algengast er, að þeir berist hingað með haustlægðunum. Ísland hefur einstaka staðsetningu hvað þetta varðar og hingað berast flækingar frá Evrópu, N-Ameríku og Síberíu. Hér á Íslandi starfar síðan sérstök nefnd eða flækingsfuglanefnd sem samanstendur af fuglaáhugamönnum sem hafa það sameiginlega markmið að skrá og halda utan um komu flækingsfugla. Flækingsfuglanefnd hefur starfað frá 1979 og má finna nánari upplýsingar á heimasíðu nefndarinnar https://ffn.is/. Flest Evrópulönd hafa flækingsfuglanefndir og er sú íslenska önnur elsta nefndin í Evrópu. Fuglinn á myndinni er flóastelkur og er ágætt dæmi um fugl sem flækist hingað endrum og sinnum. Flóastelkur sást í fyrsta sinn á Íslandi 1959. Síðan þá hafa sést hérna hátt í 30 fuglar og eru til örfá skráð tilvik um að flóastelkur hafi orpið á Norðurlandi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Hrossin eiga hug þeirra allan
30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Hettutrefill
5. febrúar 2025

Hettutrefill

Unnsteinn Mói
5. nóvember 2025

Unnsteinn Mói

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f