Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kýrin Ræma ásamt nýbornum tvíkelfingum.
Kýrin Ræma ásamt nýbornum tvíkelfingum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 5. febrúar 2024

Fjórum sinnum tvíkelfd

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Kýrin Ræma frá Miðdal í Kjós er einstaklega frjósöm og hefur átt tíu kálfa í sex burðum.

Hafþór Finnbogason, bóndi í Miðdal, segir tíðni tvíkelfinga hafa verið óvenju mikla hjá sínum kúm síðustu ár, eða 8,3 prósent. Fremur sjaldgæft sé að kýr beri tveimur kálfum í einu og vísar hann til BS ritgerðar frá LbhÍ frá 2021 sem sýndi fram á að tíðni tvíkelfingsburða væri á bilinu 1,40 til 1,96 prósent á árunum 2009 til 2019.

Ræma hefur farið í gegnum sex meðgöngur og í síðustu fjögur skipti átti hún tvíkelfinga. Þetta eru því samtals tíu kálfar, en níu af þeim fæddust lifandi. Tvisvar fæddust tvö naut, en í hin tvö skiptin naut á móti kvígu. Þær kvígur reyndust báðar ófrjóar, sem er nær algilt þegar þær eru tvíkelfingar á móti nauti.

Ræma er jafnframt mjög frjósöm í þeim skilningi að hún hefur haldið jöfnum burðartíma. Fyrsta kálfinn átti hún í lok nóvember 2018 og nú síðast komu tveir á nýársdag. Ræma er fædd í maí 2016 og er undan heimanauti út af Ófeigi 02016, en móðurfaðir hennar er Djass 11029. Hún hefur reynst heilbrigð og mjólkað að jafnaði yfir búsmeðalt

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...