Fjölnir Þeyr með pabba sínum, Marinó Indriðasyni og afa sínum, Indriða Stefánssyni, sem er fyrrverandi bóndi á Álfgeirsvöllum.
Fjölnir Þeyr með pabba sínum, Marinó Indriðasyni og afa sínum, Indriða Stefánssyni, sem er fyrrverandi bóndi á Álfgeirsvöllum.
Mynd / aðsend
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem er einungis fimmtán ára gamall, en hann byrjaði í kórnum í fyrra.

Karlakórinn Heimir í Skagafirði er með vinsælustu karlakórum landsins en í honum eru um 70 karlar og æft er tvisvar í viku. Stjórnandi kórsins er Jón Þorsteinn Reynisson og undirleikari er Alexander Edelstein. „Hann fór að suða um að koma með mér á kóræfingar 13 ára gamall en ég sagði honum að róa sig og klára múturnar, en eftir meira og meira suð þá tók ég hann með mér á æfingar í fyrra, þá 14 ára, og það hefur gengið ljómandi vel. Hann syngur í fyrsta bassa og er bara mjög sáttur og sæll í kórnum,“ segir Marinó Indriðason, bóndi í Litla-Dal í Skagafirði og pabbi Fjölnis.

Mamma hans heitir Hanna Björg Hauksdóttir og systkini Fjölnis eru þau Haukur Ingvi, Dalmar Snær og Svandís Katla. „Mér finnst mjög gaman í kórnum því eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að syngja. Ég er í 10. bekk í Varmahlíðarskóla, sem er frábær skóli með góðu félagslífi,“ segir Fjölnir Þeyr.

Eftir grunnskólagönguna stefnir hann á að læra vélvirkjun á Akureyri eða á Sauðárkróki. „Karlarnir í kórnum hafa tekið mér mjög vel og segja gott að fá svona ungan strák í kórinn. Ég fæ alltaf far með pabba á æfingar og svo er afi líka í kórnum, sem er frábært. Skemmtilegasta lagið sem kórinn syngur að mínu mati er „Hermannakórinn“, það er frábært lag. Ég hvet alla karla, unga sem eldri, að fara í karlakór, þetta er svo skemmtilegt og félagsskapurinn frábær,“ segir Fjölnir Þeyr.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...