Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Atli Erlendsson, Axel Clausen, Steinn Óskar Sigurðsson og Kristófer H. Lord.
Atli Erlendsson, Axel Clausen, Steinn Óskar Sigurðsson og Kristófer H. Lord.
Mynd / Rafn Rafnsson
Fréttir 24. febrúar 2015

Fjórir keppa til úrslita um nafnbótina Matreiðslumaður ársins

Höfundur: smh

Úrslit liggja fyrir um hverjir koma til með að keppa um titilinn Matreiðslumaður ársins 2015 sunnudaginn 1. mars, en undankeppni var haldin í gær mánudag.

Tíu matreiðslumenn tóku þátt í undanúrslitakeppninni sem haldin var á veitingastaðnum Kolabrautinni og tryggðu fjórir matreiðslumenn sér þátttökurétt í úrslitunum; þeir Atli Erlendsson  (Grillið Hótel Saga), Axel Clausen (Fiskmarkaðurinn), Kristófer Hamilton Lord (Lava Bláa Lónið) og Steinn Óskar Sigurðsson (Vodafone).

Í lokakeppninni, sem verður haldin í Hörpu 1. mars munu keppendur standa frammi fyrir krefjandi og skemmtilegu verkefni, en þeim ber að elda forrétt og aðalrétt úr hráefnum upp úr óvissukörfu sem þeir fá kvöldið fyrir keppni. Tveir keppendur munu keppa fyrir hádegi og tveir eftir hádegi, en þeir hafa þrjá og hálfan tíma til að elda réttina sína fyrir sex gesti.

Úrslit verða kynnt með verðlaunaafhendingu klukkan 17 á sunnudaginn. Gestir og gangandi eru hvattir til að mæta og fylgjast með, en nóg verður um að vera fyrir sælkera í Hörpu þar sem matarmarkaður Búrsins verður haldinn í húsinu sömu helgi, auk þess sem viðburðir sem fylgja setningu Búnaðarþings þennan dag munu setja svip sinn á þessa matarhátíð.

21 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...