Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Galadríel 17-275 er ein af ARR-kindunum sem fundist hafa í Vífilsdal.
Galadríel 17-275 er ein af ARR-kindunum sem fundist hafa í Vífilsdal.
Á faglegum nótum 27. febrúar 2024

Fjórir ARR-gripir til viðbótar í Vífilsdal

Höfundur: Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá RML

Í framhaldi af því að 2 gripir fundust á bænum Vífilsdal í Hörðudal með ARR genasamsætuna var hafist handa við að kortleggja alla hjörðina.

Síðastliðinn föstudag komu greiningar fyrir u.þ.b. helming ánna. Þar með er búið að greina nánast allar eldri kindur á búinu. Í næsta skrefi verður þá restin af hjörðinni greind, a.m.k. þær ær sem ekki er hægt að spá fyrir um arfgerð út frá greiningum eldri ánna.

Fjórar kindur bættust nú við sem bera ARR en áður var búið að staðfest genið í hrútnum Verði 23-459 og ánni Gullbrá 16-189. Enn er ekkert hægt að fullyrða um það hvaðan genið kemur í hjörðina. Þessar fjórar ær eru skyldar Gullbrá en þó ekki náskyldar.

Sameiginlegur forfaðir þeirra sem næstur þeim stendur er hrúturinn Golsi 02-346 frá Háafelli í Miðdölum, en hann kemur fyrir í 3. eða 4. ættlið hjá öllum ánum.

Frekari sýnataka mun væntanlega varpa ljósi á það hvort Golsi hafi borið ARR en hann á talsvert af afkomendum sem enn eru ógreindir. Í meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir þessar fjórar ær sem við bættust.

Kindurnar fjórar í Vífilsdal sem nú bætast í hóp ARR kinda.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...