Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Galadríel 17-275 er ein af ARR-kindunum sem fundist hafa í Vífilsdal.
Galadríel 17-275 er ein af ARR-kindunum sem fundist hafa í Vífilsdal.
Á faglegum nótum 27. febrúar 2024

Fjórir ARR-gripir til viðbótar í Vífilsdal

Höfundur: Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá RML

Í framhaldi af því að 2 gripir fundust á bænum Vífilsdal í Hörðudal með ARR genasamsætuna var hafist handa við að kortleggja alla hjörðina.

Síðastliðinn föstudag komu greiningar fyrir u.þ.b. helming ánna. Þar með er búið að greina nánast allar eldri kindur á búinu. Í næsta skrefi verður þá restin af hjörðinni greind, a.m.k. þær ær sem ekki er hægt að spá fyrir um arfgerð út frá greiningum eldri ánna.

Fjórar kindur bættust nú við sem bera ARR en áður var búið að staðfest genið í hrútnum Verði 23-459 og ánni Gullbrá 16-189. Enn er ekkert hægt að fullyrða um það hvaðan genið kemur í hjörðina. Þessar fjórar ær eru skyldar Gullbrá en þó ekki náskyldar.

Sameiginlegur forfaðir þeirra sem næstur þeim stendur er hrúturinn Golsi 02-346 frá Háafelli í Miðdölum, en hann kemur fyrir í 3. eða 4. ættlið hjá öllum ánum.

Frekari sýnataka mun væntanlega varpa ljósi á það hvort Golsi hafi borið ARR en hann á talsvert af afkomendum sem enn eru ógreindir. Í meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir þessar fjórar ær sem við bættust.

Kindurnar fjórar í Vífilsdal sem nú bætast í hóp ARR kinda.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...