Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jarðarbúar glíma margir við vatnsskort. Það vantar þó ekki vatnið á Íslandi, í það minnsta ekki enn þá.
Jarðarbúar glíma margir við vatnsskort. Það vantar þó ekki vatnið á Íslandi, í það minnsta ekki enn þá.
Mynd / SÁ
Utan úr heimi 28. september 2023

Fjórðungur jarðarbúa glímir við vatnsskort

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vatnsskortur hrjáir þjóðir víða um heim og þar á meðal í Evrópu. Talin er þörf á mun meiri stjórnun vatnsforða jarðar.

Þau svæði sem hafa orðið verst úti í heiminum vegna vatnsskorts eru Mið-Austurlönd og Norður-Afríka, þar sem 83% fólks verða fyrir afar miklum neikvæðum áhrifum vegna vatnsskorts. Búist er við að sú tala hækki í 100% árið 2050.

Af 25 löndum sem verða nú fyrir afar miklu álagi vegna vatnsþurrðar eru Barein og Kýpur efst á listanum og Evrópulöndin Belgía og Grikkland í 18. og 19. sæti, skv. skýrslu World Resources Institute (WRI). Katalónía á Spáni lýsti yfir neyðarástandi vegna þurrka í 24 sveitarfélögum þar sem búa um 25 þúsund manns síðla sumars og hefur fólk þar aldrei séð jafnlága vatnsstöðu. Frakkar áttu einnig í mestu vandræðum með ferskvatnsöflun.

Vatnseftirspurn aukist

Íslendingar hafa sem kunnugt er notið þeirra gæða að hafa aðgang að gnægð vatns. Þó hefur borið á vandræðum í langvarandi þurrkatíð að sumri á Norður- og Austurlandi á síðustu árum. Þar eru blágrýtissvæði þar sem mjög gamall berggrunnurinn er bæði þéttur og vatnssnauður. Endurnýjanlegar fersk- vatnsauðlindir Íslands eru taldar vera árlega um 666.667 rúmmetrar á mann. Til samanburðar eru vatnsauðlindir í ýmsum Afríkuríkjum undir 1.000 rúmmetrum á mann.

Á heimsvísu er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir vatni muni aukast um 20–50% fyrir árið 2050. Hún hefur þegar meira en tvöfaldast síðan 1960. Euronews greinir frá því að yfir 20 lönd noti nú meirihluta endurnýjanlegrar vatnsveitu sinnar á hverju ári, sem geri þau mjög viðkvæm fyrir þurrkum.

Nýjar rannsóknir sýni að fjórðungur jarðarbúa glími við vatnsskort. Löndin sem eru í mestri hættu noti reglulega um 80% af endurnýjanlegri vatnsveitu sinni til að vökva uppskeru, brynna búfé, í iðnað og heimilishald á hverju ári. Jafnvel þurrkar til skamms tíma geti gert að verkum að þessar þjóðir verða uppiskroppa með vatn eða að stjórnvöld velji að skrúfa fyrir til að verja þann vatnsforða sem eftir er.

Knúið á um skilvirkari landbúnað

„Vatnsskortur af þessu tagi stofnar lífi, störfum, fæðu- og orkuöryggi fólks í hættu,“ segir í skýrslu WRI. „Vatn er nauðsynlegt til að hlúa að réttlátu samfélagi, rækta fæðu, framleiða rafmagn, viðhalda heilsu og uppfylla loftslagsmarkmið heimsins,“ segir jafnframt. Fólksfjölgun, efnahagsþróun og loftslagsbreytingar eigi eftir að gera ástandið enn verra ef vatnsbirgðum jarðar verði ekki stjórnað.

Um 60% af vökvunarlandbúnaði í heiminum stendur nú þegar frammi fyrir mjög miklu vatnsálagi, segir WRI. Það ógni verulega ræktun t.d. sykurreyrs, hveitis, hrísgrjóna og maíss. Þó séu til lausnir eins og að gera landbúnað skilvirkari, meðhöndla og endurnýta skólp, afsöltun vatns og að fjarlægja gróður sem kalli á mikla vökvun, svo sem gras. NASA varaði við því að helmingslíkur væru á því að árið í ár yrði það heitasta í sögunni og miklu hlýrra en jarðarbúar hefðu nokkru sinni séð fyrr.

Skylt efni: vatnsskortur

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...