Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis, grilluðu af lífi og sál ofan í gesti hátíðarinnar Fjörs í Flóa. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hvatti þau óspart til dáða.
Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis, grilluðu af lífi og sál ofan í gesti hátíðarinnar Fjörs í Flóa. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hvatti þau óspart til dáða.
Mynd / HKr.
Líf og starf 12. júní 2017

Fjör í Flóa

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fjölskylduhátíðin Fjör í Flóa markar eins konar upphaf fjölskylduhátíða sveitarfélaga landsins þetta sumarið. Hátíðin var haldin dagana 26. til 28. maí í og við félagsheimilið Þingborg í Flóahreppi. 
 
Fjöldi fólks mætti á svæðið til að upplifa það sem í boði var. Þar stóð sveitarstjórinn, Eydís Þ. Indriðadóttir, m.a. vaktina og grillaði uxakjöt frá Litla-Ármóti af miklum móð fyrir gestina. Við hlið hennar stóð og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis, og grillaði gómsætt lambakjöt. 
 
Gamlar dráttarvélar vekja alltaf jafn mikla forvitni hjá forföllnum dráttarvélaáhugamönnum.
 
Á útisvæði var búið að koma fyrir uppblásnum kastala fyrir börnin og á túninu var dráttarvélasýning. Þar gat að líta bæði gamlar og virðulegar vélar sem og glæný tæki frá fjölmörgum dráttarvélainnflytjendum. Eins mátti sjá þarna nokkra virðulega gamla bíla, eins og rússneskar Moskovich-bifreiðar og háfætt torfærutröll sem búið var að smíða upp úr gamalli Lödu-fólksbifreið. 
 
Brunavarnir Árnessýlu mættu einnig á svæðið með þrjá bíla. Þar gat að líta hefðbundinn slökkvibíl, körfubíl og sjúkrabifreið. Fengu gestir að skoða gripina og börnin fengu líka að sprauta vatni, máta á sig hjálma og jafnvel að kveikja á sírenum. Þeir allra huguðustu fengu svo far upp í háloftin í körfu á körfubíl slökkviliðsmanna. 
 
Karen Eva Harðardóttir fékk að prófa græjurnar hjá Brunavörnum Árnessýslu.. 

 

Skylt efni: Fjör í Flóa

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...