Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Myndin er frá verðlaunaafhendingu mótsins.
Myndin er frá verðlaunaafhendingu mótsins.
Mynd / Þorsteinn Magnússon
Líf og starf 12. maí 2025

Fjölmennu Reykjavíkurskákmóti lokið

Höfundur: Gauti Páll Jónsson, gauti.pj@hotmail.com

Dagana 9.–15. apríl fór Reykjavíkurskákmótið fram. Um er að ræða alþjóðlegt skákmót sem haldið er árlega, og undanfarið við glæsilegar aðstæður í tónlistarhúsinu Hörpu.

Mótið er elsti menningar- og íþróttaviðburður sem ber nafn borgarinnar, en mótið var fyrst haldið árið 1964. Metþátttaka var í ár, 419 þátttakendur frá 51 landi. Vinsældir mótsins virðast aukast með hverju árinu og færri komust að en vildu, keppnissalurinn var einfaldlega stappfullur.

Sigurvegari mótsins var Íraninn geðþekki Parham Maghsoodloo með sjö og hálfan vinning af níu. Efstur á oddastigum þeirra sem fengu sjö vinninga var enginn annar en goðsögnin Vasyl Ivanchuk frá Úkraínu. Hann er 56 ára gamall og eitt besta dæmi þess að skákmenn halda styrkleika sínum miklu lengur en flestir aðrir íþróttamenn. Það kemur kannski ekki á óvart, skák er hugaríþrótt, en þó er mikill kostur að halda sér í góðu líkamlegu formi, enda er það mikið átak að tefla kappskák.

Árangur Íslendinga var undir væntingum en þrír Íslendingar fengu þó 6,5 vinning: Vignir Vatnar Stefánsson, Bragi Þorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson. Bragi var nálægt því að vinna í síðustu umferð en varð að sætta sig við jafntefli. Þannig rann honum úr greipum skipt 2.–12. sæti. Þeir Vignir og Bragi fengu á dögunum úthlutun úr nýjum afrekssjóði í skák og munu tefla talsvert á næstunni. Gangi þeim vel!

Eftir mótið fór í gang lífleg og uppbyggileg umræða um fyrirkomulag mótsins, sem er algjörlega opið: Allir keppendurnir 419 tefla í sama flokki. Þetta er umdeilt kerfi sem kemur sér illa fyrir afreksmenn, nema auðvitað þeir standi sig mjög vel. En misstígi maður sig, getur tekið mikinn tíma að vinna sig upp aftur. Mótið hentar vel áhugamönnum og börnum, en ætti að mínu mati að gera það líka þótt það yrði tvískipt við ákveðinn fjölda elo-stiga, en það er kvarði sem sýnir styrkleika manna í skák. Skáksambandið brást við með því að senda út könnun til keppenda um fyrirkomulag mótsins. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr könnuninni. Allavega er Reykjavíkurskákmótið komið til að vera, sem einn skemmtilegasti skákviðburður í heimi, á ári hverju.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Skylt efni: Skák

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...