Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Fjölmenningarhátíð í Rangárvallasýslu
Mynd / Aðsend
Líf og starf 9. maí 2025

Fjölmenningarhátíð í Rangárvallasýslu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjölmenningarráð Rangárþings eystra í samstarfi við nýstofnað fjölmenningarráð Rangárþings ytra hefur skipulagt fjölmenningarhátíð í íþróttahúsinu á Hvolsvelli laugardaginn 10. maí næstkomandi.

„Markmið hátíðarinnar er að fagna þeim mikla fjölbreytileika menningar og þjóða sem býr í Rangárþingi eystra og Rangárþingi ytra, stuðla að samtali og samþættingu ólíkra menningarhópa og kynna þá fjölbreyttu menningu og þjóðarbrot sem sveitarfélögin státa af en á svæðinu búa einstaklingar frá um 40 mismunandi löndum. Þá verður sérstaklega lögð áhersla á að koma á samtali milli íþróttafélaga og heimila erlendra barna í tengslum við íþróttaiðkun, en kannanir hafa sýnt að þátttaka þeirra er oft minni en hjá innfæddum börnum,“ segir Helga Guðrún Lárusdóttir, starfsmaður fjölmenningarráðs Rangárþings eystra

Á hátíðinni gefst innflytjendum og fólki af erlendu bergi brotið tækifæri til að kynna heimalönd sín og menningu í gegnum mat, muni, sögu, tónlist og fleira. Gestir munu geta kynnt sér ólík lönd og menningu þar sem í kynningarbásum verður boðið upp á samtal um sögu, siði og hefðir, listir og handverk frá ýmsum heimshornum. Hver bás mun hafa sinn eigin „menningarfulltrúa“ sem deilir upplýsingum og sögum. Þá verður boðið upp á fjölbreytt úrval af mat og drykkjum frá ýmsum heimshornum, útbúnum af innflytjendunum sjálfum. Auk þess verður hægt að upplifa tónlist og dans frá mismunandi menningarsvæðum, bæði á sviði og í óformlegri sýningu, jafnvel með kennslu þar sem gestir geta tekið þátt.

„Við erum ótrúlega spennt að bjóða til þessarar fyrstu sameiginlegu fjölmenningarhátíðar sveitarfélaganna. Í Rangárþingi eystra er um þriðjungur íbúa af erlendum uppruna og í Rangárþingi ytra er hlutfallið einnig töluvert. Það er afar mikilvægt að skapa vettvang þar sem allir okkar íbúar geta komið saman, kynnst hver öðrum enn frekar og fagnað þeirri fjölbreytni sem auðgar samfélag okkar svo mikið. Ég hvet alla til að koma og upplifa þennan litríka dag með okkur á Hvolsvelli,“ segir Georgina Anne Christie, formaður fjölmenningarráðs Rangárþings eystra.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...