Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjölgum smávirkjunum
Lesendarýni 5. janúar 2021

Fjölgum smávirkjunum

Höfundur: Kristinn Pétursson

Myndin sem fylgir er úr nýlegri ársskýrslu Orkustofnunar fyrir árið 2019. Myndin sýnir kosti smávirkjana fyrir nærumhverfið.  Þessi grein er skrifuð til að upplýsa með hvaða hætti fjölgun smávirkjana getur bætt lífskjör á landsbyggðinni.

Stærsti galli við að flytja orku langar leiðir, er vaxandi flutningstöp. Því lengri leið, meiri flutningstöp sem svo aftur rýrir samkeppnishæfni fyrirtækja á landsbyggðinni.  Landsnet hefur upplýst að raforkutöp þeirra árið 2019 hafi numið  2,2  milljörðum árið 2019 og Landsnet þarf að kaupa orku fyrir þessum töpum árlega  eins og aðrir dreifingaraðilar raforku.  

Ég tel að raforkutöp á Íslandi kunni að vera allt að 5 milljarðar árlega og ég tek það fram að þetta er ekki nefnt hér sem gagnrýni á flutningsaðilaraforku. Þetta er nefnt til að við getum fjallað opinberlega um þessa heildarmynd og hvort við eigum að minnka þessi raforkutöp um  t.d. 60% (3 milljarðar á ári) 3 milljarðar á ári í 30 ár er = 90 milljarðar. Það er ekkert lítið í húfi! Kostnaður af raforkutöpum lendir á neytendum sem  „hækkun á flutningskostnaði raforku“.  Það er því mikilvæg græn stefna  að minnka þessi raforkutöp 

Besta leiðin til að minnka raforkutöp hratt, er að fjölga smávirkjunum hratt. Þegar smávirkjunum fjölgar þá  „detta raforkutöp dauð“ og flutningskostnaður raforku getur þá lækkað.

Stjórnvöld geta stutt betur við fjölgun smávirkjana á landsbyggðinni t.d. með lagabreytingu:

  1. Aðili sem áformar smávirkjun geti óskað eftir úttekt ráðgjafarfyrirtækis um hver séu raforkutöp í því tengivirki raforku sem hann áformar að tengjast.  
  2. Sami ráðgjafi geri jafnframt áætlun um lækkuð raforku-töp  þegar framleiðsla hefst. 
  3. Ávinningur af orkusparnaði gæti skipst milli virkjunar og flutningsaðila (t.d. 50/50).  
  4. Þegar ný virkjun tekur til starfa er strax hægt að lækka flutningskostnað raforku á svæðinu.
  5. Frekari styrkir til smávirkjana  gætu t.d. verið eins og gert er í kvikmyndaiðnaði um endurgreiðslu skatta o.fl.  Smávirkjanir eru  græn verkefni.   

Það kostar mikið að senda raforku langar leiðir. Sex þrep í spennulækkun  kosta 3% tap í hverjum spennubreyti; 220 kV / 132 kV / 66 kV / 33 kV / 11 kV / og 380/220 volt til neyt-enda. 3%x 6 gera samtals =18% raforkutöp. Smávirkjanir sem tengjast beint 33 kV  spennu eyða strax raforkutapi. 

Þessir eru helstu kostir smávirkjana: 
  • Minni flutningstöp
  • Aukið raforkuöryggi í viðkomandi dreifikerfi.
  • Smávirkjanir eru græn verkefni  (spara orku)
  • Um 80% kostnaðar við byggingu nýrra smávirkjana fer til verktaka/þjónustuaðila/ starfsmanna, á viðkomandi landsvæði og eflir atvinnulíf á svæðinu.

Svo er rétt að upplýsa að erlendir staðlar gera ráð fyrir því að orkuöryggi sé mikilvægasta atriði við mat á þjóðaröryggi. 

Kristinn Pétursson

Skylt efni: smávirkjanir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...