Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Mynd / Pixabay
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsóknastofnunar, um 42.400 fiskar.

Þrjátíu prósenta aukning varð á fjölda stangveiddra laxa í ár, í samanburði við árið í fyrra og veiðitölur þessa árs, um 42.400 fiskar, um tvö prósent undir meðalveiði áranna 1974 til 2023.

Veiðin 2024 var skv. bráðabirgðatölum Hafró um 9.700 löxum meiri en hún var 2023. Aukning var í veiði í ám í öllum landshlutum.

Í tölum um heildarlaxveiði eru taldir villtir laxar, laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangaveiði (veitt og sleppt). Laxveiði í ám sem byggja veiði á sleppingum gönguseiða var alls um 7.300 laxar sem er um 300 löxum minna en veiddist 2023 þegar 7.061 lax veiddist. Frá þessu greinir á vef Hafró.

Aukning á heildarstangveiði villtra laxa

Við samanburð á langtímaþróun á stangaveiði þarf að taka tillit til þess að laxar úr gönguseiðasleppingum eru viðbót við náttúrulega framleiðslu ánna og einnig þegar veitt er og sleppt í stangaveiði veiðast sumir fiskar oftar en einu sinni. Þegar litið er til veiða á villtum laxi í stangaveiði eingöngu (ekki úr seiðasleppingum til hafbeitar), og áætlaður fjöldi endurveiddra laxa (veitt og sleppt) dreginn frá, er heildarstangveiði villtra laxa árið 2024 um 35.000 laxar, sem er um 36 prósent aukning frá 2023. Þrátt fyrir aukningu á milli ára þá er veiðin á árinu 2024 undir meðalveiði og hefur verið það síðustu 9 árin.

Laxadauði í sjó farið vaxandi

Fjöldi þeirra laxa sem ganga í ár er annars vegar háður fjölda seiða sem ganga úr ánum til sjávar og hins vegar hversu margir lifa sjávardvölina af og skila sér til baka í árnar. Almennt hefur dánartala laxa í sjó í Norður-Atlantshafi farið vaxandi, ástæður þess eru ekki þekktar en bent hefur verið á þætti eins og loftslagsbreytingar, meðaflaveiði, áhrif fiskeldis og breytingar á búsvæðum í fersku vatni.

Sumarið 2024 einkenndist af miklu vatnsrennsli í flestum ám og því mikil breyting frá árinu 2023 þegar lágrennsli var einkennandi.

Stangaveiði í íslenskum ám frá 1974–2024. Veiðinni er skipt í landaðan afla (blátt), veitt og sleppt (grænt) og veiði úr sleppingum gönguseiða (rautt). Tölur frá 2024 eru bráðabirgðatölur. Mynd/Hafró

Skylt efni: Laxveiði

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...