Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Glæsilegur brúðarvöndur með rósum og öðru fallegu efni. Myndir / Rósa Björk Jónsdóttir.
Glæsilegur brúðarvöndur með rósum og öðru fallegu efni. Myndir / Rósa Björk Jónsdóttir.
Á faglegum nótum 7. apríl 2020

Fjölbreytt og skapandi nám í blómaskreytingum

Höfundur: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir

Sérstök blóma­skreytinga­braut er við Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum í Ölfusi, rétt við Hveragerði. Uppbygging náms­ins skiptist í bóklegt nám tvo vetur í skólanum og verknám sem fer fram á verknámstað, t.d. í blómaverslunum. Fjarnám er á hálfum hraða og tekur fjögur ár auk verknáms. 

Á námstímanum fá nem­endur kennslu og þjálfun í öllum helstu aðferðum við með­höndlun og notkun blóma við blóma­skreytingar. Ítarlega er farið yfir form og litafræði og nemendur vinna með öll algengustu stílbrigði blómaskreytinga.  Nemendur fá innsýn í rekstur blómaverslana og læra að setja fram vörur í verslunum. Auk þess er farið yfir meðferð afskorinna blóma og greina sem og pottaplöntur og meðferð þeirra.

Blanda bóknáms og verklegra æfinga

Námið er skemmtileg blanda af bóklegum áföngum og verklegum æfingum þar sem nemendur vinna fjölbreytt verkefni undir handleiðslu sérmenntaðra blóma­skreyta og sköpunargleðin fær svo sannarlega að njóta sín. Skólinn er lítill og nemenda­hópurinn samheldinn og þéttur, í náminu verða gjarnan til vinabönd sem halda ævina á enda.  

Blómaskreytingar henta vel þeim sem eru skapandi og finnst gaman að vinna með fallegt lifandi efni.

Að námi loknu fá nemendur starfsheitið blómaskreytir eða garðyrkjufræðingur af blómaskreytingabraut.

Eftir brautskráningu bjóðast margir möguleikar eins og að starfa sjálfstætt sem blómaskreytir og taka að sér fjölbreytt verkefni. Blómaskreytir getur séð um rekstur í blómabúð, ann­ast heild­sölu eða ráðgjöf til viðskipta­vina ásamt útstillingum í verslunum eða í tengslum við stærri viðburði. Starfið er ákaflega fjölbreytt og blómaskreytar eru þátttakendur í stærstu viðburðum í lífi viðskiptavina sinna, svo sem stórafmælum og brúðkaupum. 

Listrænn og skapandi starfsvettvangur

Námið býður upp á möguleika á framhaldsnámi erlendis auk þátttöku í alþjóðlegum keppnum á sviði blómaskreytinga. Þetta er tilvalinn vettvangur fyrir list­rænt og skapandi fólk sem hefur gaman af því að sinna handverki með lifandi efnivið. Starf blómaskreytis er áhugavert og fjölbreytt og getur veitt ýmis tækifæri í lífinu.

Orkidea er oft kölluð drottning blómanna.

Við erum byrjuð að taka við skráningum fyrir næstkomandi haust, þannig að tækifærið er núna. Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu skólans, www.lbhi.is.

Nemendur og kennarar á brautinni mæla með því að fólk fylgi þeim á facebook: Blóma­skreytingabraut Garðyrkju­skólinn Lbhí og á instagram: blóma­skreytingabraut_lbhi.

 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...