Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Inngangur Listasafnsins og Ketilkaffis með verki eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro.
Inngangur Listasafnsins og Ketilkaffis með verki eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro.
Líf og starf 31. október 2022

Fjölbreytt og lifandi safn

Höfundur: Hlynur Hallsson

Listasafnið á Akureyri var stofnað árið 1993 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári.

Í safninu er boðið upp á fjölbreyttar sýningar sem ættu að höfða til sem flestra, enda er það eitt af markmiðum safnsins. Um þessar mundir eru sex sýningar í gangi í safninu, sýning á málverkum Rebekku Kühnis af íslensku landslagi og sýning á verkum Kristins G. Jóhannssonar af akureyrsku landslagi, en sú sýning nær yfir fjóra sali á efstu hæð safnsins.

Svalir Listasafnsins eru einnig nýttar fyrir sýningar og nú gefur þar að líta fánaverk eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur sem ber titilinn Blóð og heiður. Sýningin Gjöfin til íslenskrar alþýðu frá Listasafni ASÍ er einnig í Listasafninu á Akureyri fram til 20. nóvember. Þar eru margar perlur úr íslenskri listasögu eins og Fjallamjólk eftir Jóhannes Kjarval. Afar vegleg bók um þessa sýningu fæst í safnbúð Listasafnsins og þar fást einnig ýmsir munir og verk tengd sýningum safnsins. Sýningin Form í flæði, þar sem sjá má nokkur verk úr safneign Listasafnsins, er ætlað sérstakt hlutverk í safnkennslu Listasafnsins en árlega er tekið á móti fjölda skólahópa frá leik- og grunnskólum og einnig framhalds- og háskólum. Einnig er tekið á móti vinnustaða- og vinahópum í leiðsagnir. Alla fimmtudaga kl. 12 er svo boðið upp á leiðsagnir um sýningar safnsins á íslensku og kl. 12.30 á ensku. Sjötta sýningin í safninu er á verkum ungstjörnunnar Egils Loga Jónassonar og ber hún titilinn Þitt besta er ekki nóg og samanstendur af vídeóverkum, tónlist, ljósum og málverkum.

Mikil áhersla er lögð á fræðslu fyrir almenning og á þriðjudögum kl. 17 er boðið upp á stutta fyrirlestra og er ókeypis á þá. Það sama gildir um barnastarf, smiðjur og námskeið fyrir börn og ungmenni. Akureyrarbær rekur Listasafnið.

Fram undan er dansvídeóhátíðin Boreal, opnun á sýningu útskriftarnemenda listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri og þrjár nýjar sýningar verða svo opnaðar í byrjun desember. Afmælisárið 2023 verður stútfullt af spennandi viðburðum og fjölbreyttum sýningum auk mikillar afmælisveislu á Akureyrarvöku í lok ágúst. Listasafnið á Akureyri var stækkað mikið árið 2018 og það er afar vel staðsett í gamla mjólkursamlagi KEA og Ketilhúsinu sem nú hafa verið tengd saman í eina byggingu. Safnið er í miðbæ Akureyrar við Kaupvangsstræti, sem áður var gjarnan kallað Kaupfélagsgilið en gengur nú undir nafninu Listagil. Þar eru einnig vinnustofur listamanna, gestavinnustofur og fjölmörg sýningarrými rekin af listamönnum eins og Kaktus, Mjólkurbúðin, Deiglan og Rösk.

Á jarðhæð Listasafnsins er eitt besta kaffihús bæjarins, Ketilkaffi, sem er opnað kl. 8 alla morgna og býður upp á gæðakaffi, morgunmat, léttan hádegisverð og einnig kvöldrétti.

Listasafnið er opið daglega kl. 12–17 og nánari upplýsingar má finna á www.listak.is.

Skylt efni: söfnin í landinu

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...