Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleiðsla og nokkur jarðrækt svo eitthvað sé nefnt. Geta lesendur fylgst með fjölskyldunni á Instagramreikningi Bændablaðsins á næstu dögum.

Fjölskyldan, þau Hannes Orri, Marta, Ásmundur Helgi, þriggja ára og Elísa Hekla, sem er tveggja mánaða.

Býli: Norðurgarður, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Ábúendur: Hannes Orri Ásmundsson, Marta Stefánsdóttir og börnin Ásmundur Helgi (þriggja ára) og Elísa Hekla (tveggja mánaða). Einnig búa á bænum foreldrar Hannesar, Ásmundur Lárusson og Matthildur Elísa Vilhjálmsdóttir. Hannes og Ásmundur vinna við búið. Matthildur er leikskólakennari og Marta er í fæðingarorlofi en stefnir á að vinna við búið í framtíðinni.

Gæludýr: Hundurinn Nala og svo eru þrír kettir á bænum.

Stærð jarðar? Norðurgarður er um 180 hektarar, en einnig á fyrirtækið jörðina Andrésfjós sem er samliggjandi jörð. Andrésfjós er um 160 hektarar. Ræktað land á þessum jörðum er 137 hektarar.

Gerð bús? Mjólkurframleiðsla er aðaltekjustofn búsins, en einnig ölum við nokkra uxa á ári. Við stundum þónokkra jarðrækt, en undanfarin ár höfum við verið með um 25–30 hektara í kornrækt. Í litlum mæli stundum við verktöku en meðal verkefna sem við höfum tekið að okkur er hreinsun á skurðum, sáning, úðun plöntuvarnarefna og svo er Ásmundur líka smiður og hefur hann stundum hoppað í hin ýmsu smíðaverkefni.

Fjöldi búfjár? Mjólkandi kýr eru um 60 og erum við með uppeldi í samræmi við það. Að meðtöldum uxunum erum við með um 170 nautgripi. Á bænum eru fimm hross.

Hvers vegna veljið þessa búgrein? Það má í raun segja að foreldrar Hannesar hafi valið þessa búgrein og svo hafi búgreinin valið okkur í framhaldinu. Hannes hafði sem krakki ekkert endilega ætlað að verða bóndi þrátt fyrir mikinn áhuga á vélum og tækjum í æsku. Með árunum hafi áhuginn vaxið og með komu mjaltaþjónsins á búið var ekki aftur snúið, en með komu hans breyttust vinnuhættir mikið. Eftir nám við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þar sem við kynntumst fluttum við í Norðurgarð/Andrésfjós og höfum við verið í rekstrinum með foreldrum Hannesar síðan þá.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn hefst á skutli í leikskóla og fjósastörfum. Kýr sem þarf að mjólka eru reknar í mjaltir, almennu eftirliti og þrifum sinnt, kálfum og geldneyti gefið og svo framvegis. Því næst er farið í morgunkaffi og verkefni dagsins rædd. Oftast þarf einhvers staðar að setja inn hey eða hálm, en svo eru líka verkefni eins og viðhald véla og vélavinna svo eitthvað sé nefnt. Reynt er að koma hádegismat einhvers staðar að þarna á milli verka, og svo þarf auðvitað að sinna einhverjum heimilistörfum líka. Síðan er strákurinn sóttur á leikskólann um fjögurleytið og svo er farið aftur í fjós.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Vorverkin og heyskapurinn eru þau bústörf sem maður hlakkar alltaf mest til að geta byrjað á. Ætli það séu ekki uppáhaldsbústörfin. Hins vegar er aldrei gaman að fá símtöl frá mjaltaþjóninum að næturlagi og þurfa að brölta út og laga eitthvað. Það gerist sem betur fer ekki oft.

Hvernig er að búa í dreifbýli? Gætum ekki ímyndað okkur að búa neins staðar annars staðar en í dreifbýli. Það ríkir ákveðin friðsæld þó svo það sé mikið að gera hjá okkur og ef við þurfum að sækja þjónustu þá er það sjaldnast langt ferðalag sem maður þarf að leggja á sig.

Hvað er það jákvæða við að vera bóndi? Næstum því allt bara. Þetta er fjölbreytt og gefandi starf og alltaf nóg að gera.

Hverjar eru áskoranirnar? Það getur verið strembið að finna tíma til að gera allt sem maður ætlar sér. Eins og t.d. að fara í frí eða gera upp íbúðarhúsið.

Hvernig væri hægt að gera búskapinn ykkar hagkvæmari? Hagkvæmari lán myndu gera mikið gagn. En annars eru nýir og hagkvæmari húsakostir ofarlega á óskalistanum.

Hvernig sjáið þið landbúnað á Íslandi þróast næstu árin? Búin munu stækka, og fækka. Meiri sjálfvirkni.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Okkur dettur strax í hug daginn, eða dagana, sem við vorum að kaupa Andrésfjós. Þetta var kannski ekki eitthvert eitt atvik við bústörf, en þetta voru vissulega mjög jákvæðir dagar. Þarna fengum við íbúðarhúsið sem við búum í núna og meira land sem opnar mikla möguleika fyir okkur.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...